Yoga Kennaranám 2015 – 2016

Yoga Kennaranám 2015 – 2016

Yogakennaranámið er markvisst og gefandi og nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu. 240 tíma nám sem veitir alþjóðleg réttindi. Námið hefst á 10 dögum á fallegum stað utan bæjar þar sem gefst tækifæri að dýpka iðkun og þekkingu og stunda yoga og hugleiðslu í fallegu umhverfi.

Sjá nánari upplýsingar.

 

Umsögn um námið

Yogakennaranámið var ómetanleg reynsla.  Betri leið til að rækta líkama og sál er vart hægt að hugsa sér.  Námið hjálpar manni að kynnast sjálfum sér og lífinu öllu á nýjan og djúpan máta.  Þetta er svo miklu meira en bara yogastöður og  ég hef oft sagt að þetta nám hafi verið fjárfesting fyrir lífstíð.  Kannski eru bestu meðmælin þau, að nú í dag get ég alls ekki hugsað mér tilveruna án þessarar reynslu. Ég fór  fyrst og fremst í yogakennaranámið til að rækta sjálfa mig, ekki endilega til að verða starfandi yogakennari, en að námi loknu var ég hins vegar orðin brennandi af áhuga og til í allt.

Snæbjörg Sigurgeirsdóttir yogakennari og aðjúnkt Listaháskóla Íslands

 

Yogakennaranámið hjá Ástu er eitt af þeim áhrifaríkustu og bestu skrefum sem ég hef tekið í lífi mínu. Mér fannst námið einstaklega vel upp byggt og innihaldsríkt. Yogavísindin eru stórmerkileg og þau hjálpuðu mér að skilja margt í sambandi við sjálfa mig og ná sáttum við lífið á margan hátt. Auk þess hefur Ásta sem reyndur kennari einstaka hæfileika í að miðla þessum ævafornu vísindum með því að skapa nærandi umhverfi og veita góðan stuðning fyrir nemendur. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref. Ljós og friður.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir yogakennari og nemi í Háskóla Íslands

 

Skráning og nánari upplýsingar

asta@this.is

sími 862 6098

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This