Námskeið & viðburðir

Kennaranám

Opið kort gildir í fjölbreytta tíma á stundaskrá

Leiktu þér að því að hlúa að þér á skapandi hátt með vinyasa yogaflæði, möntrum, yoga nidra, yin yoga, tónheilun, bandvefslosun með boltum, rólegu yoga 60+, núvitund, dansi, hugleiðslu og nærandi samveru.

Árið 2014 opnaði Ásta Arnardóttir Yogavin, rými fyrir fjölbreytta og skapandi iðkun yoga og hugleiðslu. Tilgangur okkar er að efla meðvitund og leysa úr læðingi þann töframátt sem í hjartanu býr.

Við notum sannreyndar aðferðir yoga og núvitundar til að skapa jafnvægi líkamlega, tilfinningalega og í huganum. Þegar við erum í jafnvægi er auðveldara að skoða vanabundin viðbrögð við skynjun og umbreyta gömlum vana.

Með yoga, hugleiðslu, slökun, möntrusöng, dansi og skapandi samveru heiðrum við lífið, eflum sjálfstraust, samkennd og samhljóm.

Leiðin liggur heim í þína innri vin þar sem draumarnir rætast. Við hlúum að innri jarðvegi friðar og frelsis og upp sprettur það líf sem við elskum.

Hér eru nokkur augnablik frá yogavinum - gaman saman.

Við notum Abler skráningarkerfið. Þú smellir á KAUPA og skráningarkerfið leiðir þig næstu skref. Ef þú þarft aðstoð við skráningu er velkomið að hafa samband í síma 6269393 eða yoga@yogavin.is og við hjálpum þér við skráninguna. Hlökkum til að sjá þig í Yogavin.