Hér erum við

Yogavin er rými fyrir fjölbreytta og skapandi iðkun yoga og hugleiðslu. Tilgangur okkar er að efla meðvitund og leysa úr læðingi þann töframátt sem í hjartanu býr.

Við notum sannreyndar aðferðir yoga og núvitundar til að skapa jafnvægi líkamlega, tilfinningalega og í huganum. Þegar við erum í jafnvægi er auðveldara að skoða vanabundin viðbrögð við skynjun og umbreyta gömlum vana.

Með yoga, hugleiðslu, núvitund, slökun, möntrusöng, dansi og skapandi samveru heiðrum við lífið, eflum sjálfstraust, samkennd og samhljóm.

Leiðin liggur heim í þína innri vin þar sem draumarnir rætast. Við hlúum að innri jarðvegi friðar og frelsis og upp sprettur það líf sem við elskum.

Í Yogavin starfa reyndir kennarar með fjölbreytta iðkun sem nýtist fjölbreyttum hópi iðkenda.

Kennarar

Ásta Arnardóttir

Möntrur, vinyasa, yin yoga, yoga nidra, tónheilun, kennaranám, námskeið

Agnes Þórhallsdóttir

Rólegt yoga 60+

Ástrós Ýr Viðarsdóttir

Vinyasa, tónheilun, námskeið

Elsa Borg Sveinsdóttir

Yin yoga, tónheilun, námskeið

Harpa Arnardóttir

Yoga nidra, námskeið

Hrafnhildur Sævarsdóttir

Bandvefslosun með boltum, námskeið

Jóhanna Pálsdóttir

Yoga og yoga nidra fyrir unglinga

Liv Elise Skjørestad

Tónheilun, heilunarhingir

Nicole Keller

Yoga og núvitund, vinyasa, námskeið

Ólafia Wium

Yoga nidra, námskeið

Ólafur Guðmundsson

Vinyasa, Taichi

Sólrún W. Kamban

Rólegt yoga 60+ yoga nidra,

Þórey Sigþórsdóttir

Raddnámskeið, raddheilun

Yogavin, Grensásvegi 16, efsta hæð, 108 Reykjavík

Gengið inn bakatil, næg bílastæði bakvið húsið