Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson kennir vinyasa og Taiji. Hann er leikari, leiklistarkennari og yogakennari að mennt. Hann er með MA gráðu í Applied Drama frá Lundúnaháskóla og hefur síðan 2003 unnið sem leiklistarkennari í fullu starfi í grunnskólum, framhaldsskólum og verið með sjálfstæð námskeið. Um þessar mundir starfar hann sem kennari í leiklist á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk yogakennaranámi frá Yogavin í mars 2020 og hefur kennt yoga hjá Yogavin síðan. Ólafur fór á sitt fyrsta yoganámskeið hjá Kripalu yoga center árið 1993 og hefur stundað yoga með hléum síðan. Hann hefur einnig stundað Taiji reglulega síðan 1999 og hefur sótt fjölda námskeiða í taiji og núvitund í gegnum árin, einkum hjá Kinthissa og master Chen Xiaowang. Hann hefur einnig stundað hugleiðslu reglulega síðan 2010 og hefur sótt kyrrðarvökur hér á landi og á Holy Isle í Skotlandi. Ólafur leggur áherslu á jarðtengingu og núvitund í sinni iðkun og kennslu. Í taiji kennir hann Chen taiji form og grunnæfingar í taiji og Qigong sem styrkja orkuflæði líkamans og líkamsvitund. Góð slökun í lok hvers tíma.