Greiðsluskilmálar
Við bjóðum uppá kaup á opnum kortum, stökum tímum, klippikortum, viðburðum, námskeiðum og kennaranámi.
Gildistími
Áskrift og klippikort taka gildi við kaup. NB! Kort keypt í ágúst 2024 taka gildi 2. sept. 2024
Klippikort gilda í 6 mánuði frá útgáfudegi.
Stakur tími gildir á kaupdegi.
Öll kort gilda fyrir einn þátttakanda og er ekki hægt að framselja til þriðja aðila.
Endurgreiðsla og heilsubrestur
Kaup á opnum kortum og klippikortum eru ekki endurgreidd en ef heilsubrestur hamlar þátttöku er velkomið að skrifa yoga@yogavin.is og við frystum kortið gegn framvísun læknisvottorðs.
Námskeiðisgjöld eru ekki endurgreidd en ef nemandi getur ekki mætt vegna heilsubrests er velkomið að fá inneign í Yogavin gegn framvísun læknisvottorðs.
Viðburðir eru ekki endurgreiddir, ef heilsubrestur hamlar þáttöku er velkomið að fá inneign, tilkynna skal afbókun með 24 klst fyrirvara.
Kennaranám, við inngöngu í námið undirrita nemendur samning um skólagjöld. Skólagjöld eru ekki endurgreidd ef nemendur hætta í náminu. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt.
Upplýsingar
Allar upplýsingar á heimasíðunni og í skráningarkerfinu eru birtar með fyrirvara um villur eða breytingar. Ef upp kemur sú staða að verð eru ekki samræmd á heimasíðu og í skráningakerfinu þá vinsamlega hafið samband við Yogavin yoga@yogavin.is til að fá rétt verð
Mæting og bókun í tíma
Yogavin áskilur sér rétt að fella niður tíma ef færri en 2 eru mættir.
Efni á heimasíðu
Myndir og textar á heimasíðu Yogavin eru í eigu Yogavin og ekki heimilt að afrita eða nota af öðrum aðilum ©Yogavin.ehf. kt. 4702070350.
Yogavin
Yogavin er lítil og persónulega yogastöð. Við erum með persónulega þjónustu og leytumst við að koma til móts við hvern og einn eftir fremsta megni. Það er velkomið að hafa samband yoga@yogavin.is