Ástrós Ýr Viðarsdóttir
Ástrós Ýr kennir vinyasa, tónheilun og námskeið. Hún lauk 250 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2022 og hefur kennt í Yogavin síðan. Hún hefur setið kyrrðarvöku hjá Ástu og Sharda Rogell á vegum Félags um vipassana hugleiðslu og sótt hugleiðslu námskeiðið Self mastery hjá RVK Ritual. Hún hefur mikinn áhuga á jurtum og hefur sótt námskeið um hormóna heilsu kvenna hjá Ingeborg Andersen grasalækni. Ástrós er myndlistarkona og ljóðskáld sem stundar nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún elskar söng og hefur gaman að efla tjáningu með raddæfingum og kyrja möntrur. Hún er með bakgrunn í fimleikum og dansi og leggur áherslu á að tjá sig í gegnum líkamlega hlustun með forvitni og sköpunargleði í fyrirrúmi.