Jóhanna Pálsdóttir
Jóhanna kennir unglingum yoga og yoga nidra. Hún lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og tveimur krakkayoga kennaranámskeiðum, Yoga and mindfulness for kids hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017. Árið 2018 lauk hún Yoga Nidra kennaranámi með Matsyendra. Hún er grunnskólakennari, kennir unglingum í Salaskóla og hefur bakgrunn í leiklist og leiklistarkennslu hjá Leikfélagi Kópavogs. Jóhanna hefur nú í nokkur ár kennt öllum aldurshópum í Salaskóla yoga og Yoga Nidra sem valgrein.