Harpa Arnardóttir
Harpa kennir yoga nidra. Harpa er leikkona og leikstjóri að mennt. Hún lauk Yoga Nidra Kennaranámi hjá Matsyendra 2020, stundaði nám í Stjörnuspekiskólanum 2010 – 2011 og lauk námi í “Four wind – Shamanic Healing and Energy Medicine” í Chile 2019. Harpa stundar nám í höfuðbeina & spjaldhryggjarjöfnun hjá Upledger á Íslandi. Harpa útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1990. Hún hefur starfað sem leikkona og leikstjóri hjá í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá Sjálfstæðu leikhópunum, leikið á ferlinum í yfir 50 leiksýningum mörgum af þeim frumflutt íslensk verk. Hún hefur kennt leiklist og spuna hjá Kramhúsinu, Listaháskóla Íslands og víðar og þróað og kennt fjölmargar listsmiðjur barna og fullorðinna. Hún lauk MA námi í ritlist í Háskóla Íslands 2014 og frumflutti sitt fyrsta leikrit “Bláklukkur fyrir háttinn” á Listahátíð Reykjavíkur 2019 en verkið var flutt í jurttjaldi á fjórum stöðum á hálendi Íslands sumarið 2019. Hún hefur sterkar rætur í náttúrunni og hefur tekið þátt í og skipulagt fjölmarga skapandi leiðangra um hálendi Íslands