Ásta Arnardóttir

Ásta er eigandi og framkvæmdastjóri Yogavin. Hún kennir, vinyasa, möntrur, yin yoga, yoga nidra, tónheilun, yoga raddarinnar, hugleiðslu, námskeið og yogakennaranám. Hún er menntuð leikkona, leiðsögukona og yogakennari og hefur kennt yoga frá 1999. Hún lauk RYS 200 yogakennaranámi frá Kripalu Center for Yoga and Health 1999, Yin Yoga kennarnám Sarah Powers 2013, Total Yoga Nidra Teacher Training Uma og Nirlipta Tuli í Yogavin 2014 , 300 RYS Brahmaniyoga Level II Teacher Training Julie Martin 2016, Yoga Nidra Teacher training Matsyandra í Yogavin 2017, Pranayama Teacher Training, Matsyandra í Yogavin 2021. Ásta er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu, situr í stjórn félagsins og hefur haldið kyrrðarvökur á þess vegum frá 2011. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 1997 og farið reglulega á kyrrðarvökur (silent retreat) til Gaia House, Spirit Rock Meditation Center og IMS en þar tók hún þátt í 3 mánaðar kyrrðarvöku haustið 2013. Meðal annarra námskeiða sem Ásta hefur sótt eru; líkams og raddþjálfun hjá Gardzienice Theater Assosiation, lifandi fæði á Ann Wigmore Health Institude í Purerto Rico, 5 Rythma námskeið með Alain Allard og Jonathan Horan, Butoh með Maureen Flemming og Ichihara Akihito og yoga raddarinnar í Sri Vidya hefðinni með Russil Paul. Ásta hefur frá 1998 tekið virkan þátt í náttúruvernd. Hún skipulagði 2002 - 2015 ferðir um hálendisvíðernin, með yoga í fjallasal, í þeim tilgangi að efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Hún var tilnefnd til Náttúru og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Ásta sat í stjórn Jógakennarafélags Íslands 2005 - 2007.

Ásta hefur helgað starfsæfi sína kennslu og leiðsögn, kennt yogakennaranám frá 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Hún hefur fjölbreytta verkfærakistu í farteskinu sem nýtist fjölbreyttum hópi iðkenda til aukinnar meðvitundar, bættrar heilsu og velsældar í daglegu lífi.