Nicole Keller

Nicole Keller kennir yoga og núvitund, mindful movement and meditation, yogaflæði og námskeið. Hún er jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum erlendis í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og lýkur hugleiðslukennaranám hjá Jack Kornfield og Tara Brach 2025. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.