Ólafia Wium

Óla kennir yoga nidra og námskeiðið. Hún hefur iðkað jóga síðan 2008, tók fyrstu skrefin hjá Swami Janakananda Saraswati, sem lagði grunninn að hennar yogaiðkun. Hún sat 3 mánaða Sadhana námskeið, og vígðist inn í Kriya yoga hefðina (Satyananda Kriya Yoga) í Suður-Svíþjóð árið 2009. Hún lauk 270 tíma yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2015, Kennaranámi hjá Louise Sears frá Yoga Arts 2018, Yoga Nidra kennaranám hjá Matsyendra Sarasvati, frá Mangalam Yoga and Meditation 2019, Prānayama kennaranám hjá Matsyendra 2020. Ólafía hefur stundað Vipassana hugleiðslu, og setið margvísleg styttri nám/- námskeið bæði hér og erlendis. Frá árinu 2019 hefur hún numið hjá tantríska (Sri Vidya) meistaranum Russil Paul og hefur lært hjá Russill bæði á Íslandi og á Indlandi. Hún skipuleggur reglulega Yoga nidra kennaranám og Pranayama kennaranám með Matsyandra í Yogavin. Hún hefur sótt mikið til Indlands, og dvalið þar reglulega við dýpri iðkun. Óla býr í Vík í Mýrdal, vinnur á hjúkrunarheimili og kennir yoga í Vík og nágrenni.