Yin Yoga

Í yin yoga eru  yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og stöðum haldið út frá slökun í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði líkamans og næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót.  Farið er í seríur sem styrkja orkubrautirnar sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar í kínverskum nálastungum og yin yoga stuðlar að jafnvægi í orkubrautunum.  Þær eru nýrna- og blöðrubraut, lifra- og gallblöðrubraut, hjarta-, lungna- og smáþarmabraut og  milta- og magabraut. Gerðar eru seríur sem styrkja markvisst þessar orkubrautir og geta haft djúpstæð áhrif til heilunar.

Í yogavin eru opnir tímar í yin yoga og einnig reglulega yin yoga námskeið.

Yin yoga og núvitund 4 vikna námskeið. Fléttað er inn grunntækni núvitundar til að dýpka iðkunina.

Yin yoga og tónheilun 4 vikna námskeið. Ásta Arnardóttir leiðir yin yoga með kristalskálum sem skapa jafnvægi í öllu orkusviði líkamans. Hún leiðir einnig í gegnum fjórar stoðir núvitundar sem leið til að dýpka iðkunina.

Yin yoga sjálfsmildi 4 vikna námskeið. Þóra Ingólfsdóttir leiðir yin yoga með áherslu á sjálfsmildi og kærleiksríka nærveru.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This