Kennarar

 

Ásta Arnardóttir

IMG_1837_3

Ásta kennir yogaflæði, nada yogaflæði , yoga núvitund, yoga nidra, yin yoga, tónheilun, yoga raddarinnar, yogakennaranám, hugleiðslu og ýmis sérhönnuð námskeið. Hún er menntuð leikkona, leiðsögukona og yogakennari. Hún hefur kennt yoga síðan 1999 var einn af stofnendum Lótus yogasetur 2002 – 2012 og opnaði Yogavin haustið 2014.  Hún lauk yogakennaraprófi RYS 200 frá Kripalu Center for Yoga and Health 1999 og hefur sótt fræðslu og iðkað yoga og hugleiðslu í Bandaríkjunum, Englandi og Indlandi. Meðal kennaranámskeiða sem hún hefur sótt er Total Yoga Nidra Teacher Training hjá Uma og Nirlipta Tuli Yogavin 2014, Yin Yoga kennarnám hjá Sarah Powers vorið 2013 og Vinyasa með Julie Martin vorið 2012, 300 RYS Brahmaniyoga  Level II Teacher Training 2016. Ásta hefur stundað  vipassana hugleiðslu frá 1997 m.a.  á kyrrðarvökum í Gaia House  og Spirit Rock Meditation Center og IMS en þar tók hún þátt í 3 mánaðar kyrrðarvöku haustið 2013. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu, situr í stjórn félagsins og hefur haldið kyrrðarvökur á þess vegum frá 2010. Hún hefur sótt ýmis námskeið í heilbrigðum lífsstíl og dansi m.a. á Ann Wigmore Health Institude í Puerto Rico og 5 Rythma námskeið með Alain Allard og Jonathan Horan. Hún hefur frá 2002 skipulagt ferðir um miðhálendið, Augnabliksferðir, þar sem boðið er uppá yoga í fjallasal og var tilnefnd til Náttúru og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009.  Ásta hefur haldið fjöldamörg námskeið í leiklist, yoga og skapandi lífsstíl.  Sjá nánar um Ástu.

 

Agnes Þórhallsdóttir

Agnes kennir rólegt yoga 60+ með áherslu á meðvitaða öndun og yogaiðkun sem hentar vel eldra fólki og þeim sem vilja rólegan rytma og góða slökun. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2015. Hún hefur stundað hugleiðslu frá 1997 m.a. hjá Kærleikssetrinu en þar leiddi hún bænahringi og hugleiðsluhópa um 12 ára skeið. Agnes hefur sótt kyrrðarvökur bæði hér innanlands og utan m.a. hjá Félagi um vipassana hugleiðslu og hjá Mooji í Zmar. Agnes hefur unnið við bókhald í 20 ár á sama vinnustað, er mikil náttúrumanneskja og elskar að ganga úti í náttúrunni og sækir þangað kraft og innri frið.

 

Andrea Vilhjálmsdóttir

DSC_1981

Andrea kennir krakkayoga leiksmiðju sumarið 2018. Hún hefur kennt krökkum á ýmsum aldri yoga og leiklist. Árið 2010 lauk hún 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin og í framhaldinu sótti hún kennaranámskeið í krakkayoga hjá Gurudass Kaur Kalsa árið 2011. Andrea starfaði um tíma á Sælukoti, leikskóla Ananda Marga Jóga á Íslandi og kenndi þar eins til tveggja ára gömlum börnum. Hún hefur einnig starfað hjá Möguleikhúsinu í listsmiðju fyrir 7-12 ára og leitt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-12 ára í Yogavin. Andrea er með BA frá Sviðhöfundabraut Listaháskóla Íslands og BA í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur stundað yoga og hugleiðslu frá árinu 2008 og er í stjórn Félags um vipassana hugleiðslu , hefur setið nokkrar styttri kyrrðarvökur á vegum félagsins og var umsjónarmaður kyrrðarvöku með Sharda Rogell 2015. Árið 2012 lagði hún ástundun á fjarnám í theravada buddhiskri hugleiðslu og sat sjö daga kyrrðarvöku með kennurunum Kittisaro og Thanissara á Gaia House á Englandi.

 

Áróra Helgadóttir

Áróra kennir yoga fyrir bak, yin yoga, dansflæði og námskeiðið hress hryggjarsúlaHún leggur áherslu á að skapa rými fyrir hvern og einn til að hlusta inn á við, auka líkamsvitund og finna frelsi í iðkuninni með forvitni og leikgleði að leiðarljósi. Áróra lauk yogakennaranámi í Yogavin í mars 2016 og framhaldsnámi í desember sama ár hjá Julie Martin og Emil Wendell  á Indlandi, 300 RYS Brahmani yoga Level II Teacher Training. Áróra er menntaður heilbrigðisverkfræðingur og hefur mikinn áhuga á virkni líkamans. Hún er stöðugt að læra og uppgötva eitthvað nýtt um líkamann og  aðhyllist heildræna nálgun til að stuðla að heilbrigði, líkamlegu og andlegu. Áróra hefur kennt yoga í Yogavin frá útskrift og þróaði námskeiðið Hress hryggjarsúla, þar sem hún byggir á eigin reynslu við þrálátum bakverkjum. Sjá umsagnir nemenda. Áróra hefur iðkað Vipassana hugleiðslu frá 2015 og hefur farið á nokkrar kyrrðarvökur á Íslandi og erlendis, lengst 4 vikur. Áróra tók Yoga Nidra kennaranám í maí 2018 hjá Matsyendra.

.

 

Ása Lúðvíksdóttir

Ása kennir yoga núvitund í hádeginu. Hún hefur iðkað yoga undanfarin 20 ár og nýtur þess að efla jarðtengingu og styðja við andlegt og líkamlegt heilbrigði með yoga. Hún er verkfræðingur að mennt og með master í vinnusálfræði. Ása lauk yogakennaranámi í Yogavin vorið 2018, og hefur kennt í Yogavin frá útskrift og einnig á vinnustaðnum sínum (Össur hf). Hún leggur áherslu á skapandi yogatíma sem efla jákvæðni og eru skemmtilegir. Ása hefur stundað Vipassana hugleiðslu undanfarin ár og setið kyrrðarvökur á vegum Félags um vipassana á Íslandi hérlendis og kyrrðarvöku á Indlandi, lengst í 10 daga..

 

Erla Súsanna Kjartansdóttir

Erla kennir krakkayoga  Hún er grunnskólakennari og kennir unglingum í Háteigsskóla. Hún lauk 8 vikna MBSR námskeiði í núvitund haustið 2014 og kennaranámskeiði í Núvitund á vegum Heilshugar 2015. Hún lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017. Erla hefur kennt núvitund í Háteigsskóla og leggur áherlsu á núvitund og kærleiksríka samveru sem eflir sjálfstraust og leikni í augnablikinu hér og nú.

 

 

Hrafnhildur Sævarsdóttir

IMG_3281

Hrafnhildur kennir kraftyogaflæði og yoga nidra. Hrafnhildur er yogakennari, yoga nidra kennari, íþróttakennari, og hefur lokið kennaraþjálfun í hugleiðslu og núvitund frá School of positive transformation og lauk diplómanámi í jákvæðri sálfræði í maí 2018. Hún hefur stundað yoga frá 1999 og tekið þátt í mörgum yogasmiðjum og hugræktarnámskeiðum. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi í Yogavin árið 2016 og byrjaði sama ár að kenna þar. Meðal námskeiða sem hún hefur sótt er krakkajógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann, yoga með Lukas Rockwood stofnanda Absaloute Yoga Academy, vinnustofa með Les Leventhal, Acro yoga vinnustofu hjá Dice Lida Klein, Ashtanga vinnustofa með Kino McGregor og Tim Feldman, kennaraþjálfun með áherslu á byrjendur hjá Julie Martin Brahmaniyoga og vinysasa yogaflæði fyrir ungt fólk með Ryan Leier hjá Oneyoga. Hún lauk 200 tíma yogakennaranámi með áherlsu á Journey into power seríu Baron Babtiste í janúar 2019.

 

Harpa Arnardóttir

Harpa kennir yoga nidra. Harpa er leikkona og leikstjóri að mennt og lauk Yoga Nidra Kennaranámi hjá Matsyendra 2020 og hefur kennt yoga nidra í Yogavin síðan. Frá útskrift úr Leiklistarskóla Íslands 1990 hefur Harpa starfað sem leikkona og leikstjóri hjá í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá Sjálfstæðu leikhópunum, leikið á ferlinum í yfir 50 leiksýningum mörgum af þeim frumflutt íslensk verk. Hún hefur kennt leiklist og spuna hjá Kramhúsinu, Listaháskóla Íslands og víðar og þróað og kennt fjölmargar listsmiðjur barna og fullorðinna. Hún lauk MA námi í ritlist í Háskóla Íslands 2014 og frumflutti sitt fyrsta leikrit “Bláklukkur fyrir háttinn” á Listahátíð Reykjavíkur 2019 en verkið var flutt í jurttjaldi á fjórum stöðum á hálendi Íslands sumarið 2019. Harpa stundaði nám í Stjörnuspekiskólanum 2010 – 2011 og lauk námi í “Four wind – Shamanic Healing and Energy Medicine” í Chile 2019. Harpa hefur sterkar rætur í náttúrunni og hefur tekið þátt í og skipulagt fjölmarga skapandi leiðangra um hálendi Íslands. Sjá nánar um Hörpu

 

 

 

Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir 

Ingunn kennir yoga grunnnámskeið, yogaflæði, yin yoga og yoga nidra. Hún lauk 270 klukkustunda yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin á vordögum 2019. Hún hefur frá útskrift leitt tíma í Yogavin. Hún stundar nám í yoga- og núvitundarkennslu fyrir börn hjá Little Flower Yoga. Ingunn leggur áherslu á skapandi og nærandi iðkun jafnt og að skapa öruggt rými til innri hlustunar, þannig að hver og einn geti fundið næði til iðkunar á sínum forsendum. Ingunn er mannfræðimenntuð og starfar sem stjórnandi á frístundaheimili.

 

 

 

Jóhanna Pálsdóttir 

Jóhanna kennir unglingayoga.  Hún er grunnskólakennari, kennir unglingum í Salaskóla og hefur bakgrunn í leiklist og leiklistarkennslu hjá Leikfélagi Kópavogs. Hún lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017.

 

 

 

Kristín Berta Guðnadóttir 

Kristín Berta kennir krakkayoga  Hún er  félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfar með börnum og unglingum. Hún lauk yogakennarnámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Vinyasa for youth” hjá One yoga 2017. Hún er  Intentional Creativity Teacher (Kennari í listsköpun með ásetningi) og hefur einnig lokið stigi I og II í EMDR áfallameðferð auk þess að hafa sótt fjölda annarra námskeiða tengd meðferðarvinnu. Hún stundar framhaldsnám í yoga hjá Julie Martin, 300 RYS Brahmani yoga Level II Teacher Training.

 

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson kennir yogaflæði og Taiji. Hann er leikari, leiklistarkennari og yogakennari að mennt. Hann er með MA gráðu í Applied Drama from Lundúnaháskóla og hefur síðan 2003 unnið sem leiklistarkennari í fullu starfi í grunnskólum, framhaldsskólum og verið með sjálfstæð námskeið. Hann lauk yogakennaranámi frá Yogavin í mars 2020 og hefur kennt yoga hjá Yogavin síðan. Ólafur fór á sitt fyrsta yoganámskeið hjá Kripalu yoga center árið 1993 og hefur stundað yoga með hléum síðan. Hann hefur einnig stundað Taiji reglulega síðan 1999 og hefur sótt fjölda námskeiða í taiji og núvitund í gegnum árin, einkum hjá Kinthissa og master Chen Xiaowang. Hann hefur einnig stundað hugleiðslu reglulega síðan 2010 og hefur sótt kyrrðarvökur hér á landi og á Holy Isle í Skotlandi. Ólafur leggur áherslu á jarðtengingu og núvitund í sinni iðkun og kennslu. Í taiji kennir hann Chen taiji form og grunnæfingar sem byggja upp færni í taiji og næmi fyrir orkuflæði líkamans og líkamsvitund. Góð slökun í lok hvers tíma.

 

 

Paola Cadenas 

Paola kennir yogaflæði fyrir orkustöðvarnar. Hún er sálfræðingur og fjölskylduþerapisti og starfar með börnum og unglingum. Hún lauk yogakennarnámi hjá Ástu Arnardóttir í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Vinyasa for youth” hjá One yoga 2017. Paola hefur sótt fjölda námskeiða sem sem tengjast börnum og ungling, núvitund og Compasion Focused Therapy. Auk því hefur hún sótt þjálfun í viðurkenndum aðferðum í meðferð áfalla hjá börnum og unglingum. Hún stundar framhaldsnám í yoga hjá Julie Martin 300 RYS Brahmani yoga Level II Teacher Training.

 

Signý Ingadóttir

Signý kennir unglingayoga. Hún er grunnskólakennari kennir 4. og 5. bekk í Ingunnarskóla. Hún lauk yogakennarnámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi í “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017.

 

 

 

Sigríður Thorsteinsson

mynd_sirry

Sirrí kennir yoga nidra. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari frá 1985, vinnur að vottun í markþjálfun, er hláturyogaleiðbeinandi, lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur Yogavin 2010, kennaraþjálfun Total Yoga Nidra Teacher Training hjá Uma og Nirlipta Tuli Yogavin 2014 og kennaraþjálfun fyrir byrjendur hjá Julie Martin Brahmaniyoga. Hún hefur góða reynslu af að kenna unglingum yoga og yoga nidra bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Hún hefur kennt yoga og yoga nidra í Yogavin frá 2015 m.a. hin vinsælu kvöldnámskeið yoga nidra. Hún er eldheitur yogaiðkandi og hefur mikla trú á gildi yoga og yoga nidra fyrir unglinga í glímu sinni við margbreytileika unglingsáranna. Hún leggur mikið upp úr einstaklingsmiðaðri nálgun í yogatímum sínum og mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur.

 

Snæbjörg Sigurgeirsdóttir

Snæja kennir yoga nidra. Hún er adjunkt í sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og hefur kennt raddþjálfun þar í tvo áratugi. Hún lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur 2011 og  Total Yoga Nidra Teacher Training hjá Uma og Nirlipta Tuli Yogavin 2014.lh

 

 

 

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

Mynd AA-2Þóra kennir yoga núvitundyin yoga og ýmis námskeið. Hún  lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2015 og Yin Yoga námskeiði hjá Ástu í Yogavin 2014. Þóra hefur kennt í Yogavin frá 2015 og leiðir fjölbreytta tíma og leggur áherslu á að hver og einn fái persónulega sem mest úr hverjum tíma. Hún hefur kennt og þróað námskeið í Yogavin m.a.  Brilljant Breytingaskeið og Yoga 60+ fyrir fólk á besta aldri. Þóra er bókmenntafræðingur og starfar sem forstöðumaður hjá hinu opinbera.

 

 

 

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This