Heimaiðkun

Stuðningur við heimaiðkun, frítt fyrir alla.

Yoga nidra djúpslökun, yogatímar, hugleiðsla, öndunaræfingar, möntrur.

 

 

Y O G A  N I D R A

Yoga nidra er leidd djúðslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir yoga nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld og hugurinn hvílir í djúpri kyrrð. Margir hafa notið góðs af því að iðka yoga nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

 

Jafnvægi og næring fyrir orkustöðvarnar

Þessi 30 mínútna yoga nidra nærir og skapar jafnvægi í orkustöðvum líkamans. Djúpnærandi leiðangur um orkusvið líkamans með áherslu á heilun og samkennd í dýpri vitund ljóss og friðar.

Ásta Arnardóttir 02.11.2020

Sækja

 

Í faðmi móður jarðar

Þessi 30 mínútna yoga nidra losar um streitu með heilandi tengingu við frumefnin fimm, jörð, vatn, loft, eld og rúm. Hún er tekin upp aðfaranótt 5. apríl 2020 þegar miljónir manna sameinuðust í friðarhugleiðslu fyrir jörðina.

Ásta Arnardóttir 05.04.2020

Sækja

 

 

Þú ert velkomin/inn 

Þessi 25 mínútna yoga nidra býður alla skynjun velkomna í meðvitund og kærleika. Þannig gefst tækifæri að opna inní stefnumótið við það sem er á skapandi og kærleiksríkan hátt og losa um spennu og streitu.

Ásta Arnardóttir 15.03.2020.

Sækja

 

 

Tónheilun djúpslökun

Í þessari 30 mínútna tónheilun er í upphafi leitt inní fjórar stoðir núvitundar til að efla meðvitund og kyrra hugann. Tíðni og tónar kristalskálanna skapa jafnvægi í öllu orkusviði líkamans og gefa djúpa og nærandi hvíld.

Upptaka frá hugleiðslukvöldi á vegum “Félags um vipassana hugleiðslu” í Yogavin. Félag um vipassana hugleiðslu býður uppá hugleiðslukvöld í Yogavin alla þriðjudaga kl. 20.00, www.dharma.is

Ásta Arnardóttir 17.03.2020

Sækja

 

 

H U G L E I Ð S L A

 

 

Metta hugleiðsla

Metta hugleiðsla er leidd hugleiðsla sem vökvar fræ vináttu og góðvildar. Í upphafi og lok hugleiðslunnar er sungin mantra “Om tare tuttare ture soha”, heilandi mantra samkenndar og friðar. Tilvalið að syngja með í upphafi og í lokin. Dalai Lama mælir með að kyrja þessa möntru samkenndar á erfiðum tímum kórónaveirunnar.

Upptaka frá hugleiðslukvöldi á vegum “Félags um vipassana hugleiðslu” í Yogavin. Félag um vipassana hugleiðslu býður uppá hugleiðslukvöld í Yogavin alla þriðjudaga kl. 20.00, www.dharma.is

Ásta Arnardóttir 17.03.2020

Sækja

 

 

Y O G A T Í M A R

 

 

 Stígðu inní styrkinn með Hrafnhildi # kraftyoga grunntími

Hrafnhildur leiðir 60 mínútna kraftyoga sem byggir á Baron Babtiste seriunni “Journey into Power”. Markmiðið er að vekja og virkja iðkandann til að lifa til fullnustu og fara útúr þægindarammanum.

Hrafnhildur Sævarsdóttir, Yogavin, 20. 04. 2020

 

Yoga með Höllu Margréti # miðjustyrkur

Halla Margrét Jóhannesdóttir, Yogavin, 18.04. 2020

 

 

Öldur öndunar með Ástu # yogaflæði brjóstbak 

Ásta leiðir 60 mínútna milt yogaflæði sem styrkir brjóstbak, lungu og axlarsvæðið með áherlsu á meðvitaða öndun, núvitund og nærandi hlustun.

Ásta Arnardóttir, Yogavin, 11.04. 2020

 

Mjúkt yoga með Áróru # líkamsvitund 

Áróra leiðir 60 mínútna milt og mjúkt yoga, með áherslu á líkamsvitund, hlustun og forvitni fyrir því sem opnast innan frá.

Áróra Helgadóttir, Yogavin, 09.04.2020

 

Yogaflæði með Paolu # jarðtenging

Paola leiðir 50 mínútna yogaflæði sem gefur góða jarðtengingu og eflir núvitund.

Paola Cardenas, Yogavin, 09.04. 2020.

 

P R A N A Y A M A  Ö N D U N A R Æ F I N G A R

 

Saman í anda # dirgha pranayama

Ásta kennir grunntæknina í digha öndun og leiðir stutta hugleiðslu í upphafi. Djúp dirgha öndun styrkir og hreinsar lungun, eykur orku og róar taugakerfið.

Ásta Arnardóttir Yogavin 11.04. 2020

 

Saman í anda # nadi shodana pranayama

Ásta kennir grunntæknina í Nadi Shodana víxlöndun og leiðir stutta hugleiðslu. Nadi Shodana er aðgengilega og áhrifarík öndunaræfing sem skapar jafnvægi og eykur vellíðan.

Ásta Arnardóttir Yogavin 08.04. 2020

 

 

M Ö N T R U R

 

Gayatri Mantra

Með Russill Paul gott að kyrja á morgnana vedisk mantra sem skapar vernd og skýrleika. Russil Paul hélt námskeið í Yogavin í júní 2019.

 

Hare Krishna

Með Glimmer Mysterium kirtan í Yogavin 12. jan. 2018. Glimmer Mysterium Björgvin Gíslason sitar, Hallvarður Ásgeirsson sitar, Hilmar Örn Agnarsson harmonium, Andri Hilmarsson gírar, Örn Ellingsen söngur og trommur, Dhvani Ellingssen bjöllur, Ingibjörg Guðmundsdóttir gítar og söngur, Ásta Arnardóttir og Anna Jónsdóttir söngur, Hjörleifur Valson á fiðlu. Njótið og syngið með.

 

 

 

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This