Yoga kennaranám

250 tíma yoga kennaranám sem miðast við 200 tíma kröfu Yoga Allience. Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og veitir aðild að JKFÍ og alþjóðleg yogakennararéttindi.

Yoga kennaranám hefst 9. ágúst 2024

10 dagar í Skálholtsbúðum 

5  helgar í Yogavin

Útskrift 

Yogakennaranámið er markvisst og gefandi og nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu. Yogakennaranámið í Yogavin er djúpur leiðangur sjálfsþekkingar með yogafræðin að leiðarljósi þar sem hver og einn finnur sinn takt á skapandi hátt. Námið byggir á fræðslu og iðkun, samsköpun, einstaklingsvinnu og heimaverkefnum. Lögð er áhersla á að kenna klassíska uppbyggingu asana, pranayama og vinyasa ásamt því að kanna skapandi og náttúrulega hreyfingu líkamans og þróun yogaiðkunar í samtímanum.  Nemendur fá djúpa innsýn í yogavísindin og hvernig þau nýtast til að skapa jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér kennsluefnið, lifa það og rannsaka, kenna og miðla af þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt. Ásta hefur víðtæka reynslu af kennslu og skapandi nálgun í yoga, djúpslökun og hugleiðslu sem styður við innri leiðangur hvers og eins til sjálfsþekkingar.

Hvað segja nemendur um námið?

Myndir 2010 – 2022

 

KENNARAR
Ásta Arnardóttir yogakennari og eigandi Yogavin
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og eigandi Jurtaapotekisins / anatomia innri líffæra
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari og yogakennari / anatomia stoðkerfisins

Ásta hefur kennt yoga síðan 1999 og stundað Vipassana hugleiðslu síðan 1997. Hún hefur sótt iðkun og fræðslu í Bretlandi, Indlandi og Bandaríkjunum og leitt fjöldamörg námskeið í yoga, skapandi starfi og heilbrigðum lífsstíl. Hún stofnaði Lótus yogasetur 2002 – 2012 og opnaði Yogavin á Grensásvegi í september 2014. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu 2011.  Sjá nánar um Ástu

 

VERÐ

Snemmskráning fyrir 1. júní 495.000

Skráning eftir 1. júní 525.000

– innfalið öll kennsla, gisting og fæði í Skálholtsbúðum 10 daga, opið kort í Yogavin á meðan á náminu stendur, einkatími, Handbók Yogakennarans.

 

NÁMSLÝSING / NÁMSSKRÁ

YOGABÚÐIR 9. – 18. ágúst

YOGAFRÆÐIN / TÆKNI / IÐKUN
10 dagar í Skálholtsbúðum

Námsefni:
Yamas / Niyamas
Asana
Pranayama
Pratyahara
Dharana
Dyhana
Samadhi
Yogasutra Patanjali
Bhagavad Gita
Jnana / Bhakti / Karma
Purusha / Prakriti / Gunur
Kosha / Maya / Moksha
Chakra / Nadis / Orkufræðin
Buddha / Dharma / Sangha
Brahma Viharaaa
Vinyasa
Yin yoga
Yoga nidra

Markmið þessa áfanga er að efla þekkingu á yogafræðunum og dýpka yogaiðkunina með landakort yogafræðanna að leiðarljósi. Dagleg iðkun byggist uppá vinyasa, yin yoga, yoga nidra, hugleiðslu, möntrum, möntrusöng og dansi.Yogasútra Patanjali er lögð til grundvalllar og nemendur fá beina reynslu af áttföldu leið Patanjali; yamas, niyama, asana, pratyhara, dharana, dyhana og samadhi. Farið er ítarlega í klassíska uppbyggingu á asana og pranayama ásamt því að kanna náttúrulega hreyfimöguleika líkamans og hreyfifræði samtímans með það að markmiði að hver og einn finni sína leið í skapandi yogaiðkun. Fjallað um áhrif asana á grunnkerfi líkamans. Einnig gerð grein fyrir hvernig aðlaga má æfingar að líkamlegu atgerfi hvers og eins. Nemendur fá námsgögn sem sýna vel uppbyggingu asana.  Kenndar möntrur og vedisk kyrjun á möntrum. Fjallað um anatomiu huga og fíngerðari orkulíkamans. Frætt um orkubrautir, orkustöðvar og samskipti.   Nemendur fá innsýn í grunntækni hugleiðslu og tækifæri til að iðka hugleiðslu m.a. núvitund, vipassana og brahma vihara. Námið leggur áherslu á að nemandinn iðki meðvitund í hugsun, orði og verki og tileinki sér meðvitaða lífshætti sem skapa jafnvægi og efla meðvitund um augablikið, hér og nú. Nemendur fá stuðning til að stunda jákvæða og heiðarlega sjálfsskoðun með daglegri iðkun yoga og hugleiðsu. Farið er í grunnþætti heilsufræðanna og hvernig skapa má heilbrigði og jafnvægi með mataræði, hreyfingu, hugleiðslu og meðvituðum lífsstíl. Námið gefur glögga innsýn í yogaheimspekina og hvernig hún nýtist í daglegu lífi. Yogasutra Patanjali og Bhagavad Gita eru lagðar til grundvallar og nemendur hvattir til að sannreyna markvissa leiðsögn þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur rannsaki hvernig veruleiki yogafræðanna birtir sig hér og nú og hvernig yogafræðin nýtast til að efla núvitund, skapa jafnvægi og öðlasta meðvitund um möguleika meðvitundarinnar og umbreytingarkraft visku og kærleika í daglegu lífi. Jákvæð og skapandi nálgun er lögð til grundvallar og hvatt til skýrleika, umburðarlyndis, hjartagæsku og leikgleði.

 

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Í Skálholti beið okkar vel og þétt skipuð dagskrá þar sem langir júnídagar voru nýttir til fulls. Flæði til mikillar fyrirmyndar, úthugsað prógram og traustvekjandi og örugg umgjörð þar sem gætt var að minnstu smáatriðum. Kennari gaf sig alla í kennsluna og miklu meira en það. Það var einstök upplifun að vera nemandi og fólst lærdómur Skálholtsdaganna ekki síst í að vera vitni að virðingu kennarans fyrir fræðunum, iðkuninni, nemendunum og náttúrunni allt um kring. Upplifun af kennslunni í Skálholtsbúðum er lærdómsríkt leiðarljós í lífinu.

Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari og framkvæmdastjóri og stofnandi Saga Story House

 

HELGAR Í YOGAVIN

 

ANATOMIA STOÐKERFIS 7. – 8. SEPT.
Kennarar: Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkaþjálfari og yogakennari

Stoðkerfið
Asana

Lesefni:
Ljósrit

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Áhugaverð helgi þar sem farið var yfir mikið efni. Rakel var traustvekjandi sjúkraþjálfari og mjög þægilegt að fá kennslu frá henni. Mikil þekking í tengslum við vöðva og skemmtileg tenging við yogafræðin. 

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur og yogakennari 

 

Frábær helgi í alla staði. Einstaklega skemmtilegur kennari sem útskýrði og kenndi á skemmtilegan hátt og náði með framkomu sinni að gera viðfangsefnið svo áhugavert og skemmtilegt. Farið var í anatomiuna á met hraða og alveg ótrúlegt hvað það skilaði sér. Bækurnar sem stuðst var við voru einnig góðar og myndrænar sem gerði námið þessa helgi lifandi. Hér var gott dæmi um hvernig ástríðufullur og skemmtilegur kennari getur komist yfir mikið efni og fengið mann til að njóta allan tímann.

Sólveig Sigurgeirsdóttir kennari og yogakennari

 

ANATOMIA INNRI LÍFFÆRANNA 5.- 6. okt.
Kennari Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins

Farið yfir grunnkerfi líkamans með áherslu á meltingarveginn

Lesefni:

Ljósrit:

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Fagmennska og ástriða Kolbrúnar gerði þessa kennsluhelgi svo sannarlega einstaka og
eftirminnilega.

Nicole Keller jarðefnafræðingur og yogakennari

 

 

 

 

KENNSLUFRÆÐI 2. – 3. nóv.

Kennari Ásta Arnardóttir

Námsefni:
Uppbygging yogatíma / vinyasa
Leiðbeiningar í og úr stöðum
Aðstoð í asana
Siðfræði og traust
Öruggt og verndað umhverfi

Kennd verða grunnstefin í kennslutækni sem lögð eru til grundvallar í náminu. Nemendur fá model að uppbyggingu vinyasa tíma sem að gefur möguleika á markvissum, fjölbreyttum og skapandi yogatímum. Áfanginn gefur glögga innsýn í siðfræði, samskipti og faglega leiðsögn í yogakennslu. Lögð er áhersla á marvissa og skapandi nálgun í kennslu.

Lesefni:
Ljósrit

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Kennari býr yfir miklum styrkleika í kennslufræðum og fléttar á eftirtektarverðan hátt saman fróðleik og fjölbreyttri upplifun sem verður til þess að nemandi upplifir mjög mörg ,,aha!“ móment í náminu. Sú virðing fyrir líkamanum sem höfð er að leiðarljósi er til fyrirmyndar. Kennslufræði og kennsluaðferðir sem ég kann virkilega vel að meta.

Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari, framkvæmdastjóri og stofnandi Saga Story House

 

KYRRÐARVAKA *

Yoga og hugleiðsluhelgi í Skálholtsbúðum
Kennari Ásta Arnardóttir
Kyrrðarvakan er haldin í þögn sem gefur tækifæri að dýpka iðkun og þekkingu.

  • NB ! Það er ekki skyldumæting á kyrrðarvöku og hún er ekki innifalin í verði.

 

ÆFINGAKENNSLA 30. nóv. – 1. des.

Kennari Ásta Arnardóttir

Markmið æfingakennslu er að nemendur tileinki sér kennslutækni og fái þjálfun í að byggja upp yogatíma, leiðbeina í og úr stöðum, aðstoða í asana, skapa verndað umhverfi og miðla af sinni þekkingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Leikgleði og alúðarfesta höfð að leiðarljósi.

 

 

ÆFINGAKENNSLA 

Hópur A: 10. – 11. jan
Hópur B: 17. – 18. jan
Hópur C: 24. – 26. jan


Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Alveg ótrúlega flottur endapunktur á náminu. Hellings lærdómur fór þar fram sama í hvaða hlutverki maður var.

Hrafnhildur Sævarsdóttir yogakennari og íþrótta og sundkennari Sjálandsskóla

 

Þessi hluti námsins studdi stórkostlega við iðkun og menntun. Krefjandi en mikilvægur hluti og ég gæti ekki verið sáttari í dag. Mér fannst allt smella saman þarna og mjög gott að fá leiðbeiningar um næstu skref. Æfingakennslan var miklu dýpra og merkingarbærara ferli fyrir mig en ég hafði ímyndað mér. 

Anna Lóa Ólafsdóttir ráðgjafi hjá VIRK, yogakennari og pistlahöfundur m.a. með Hamingjuhornið

 

ALMENNIR YOGATÍMAR 20 tímar lágmark
Náminu fylgir opið kort í Yogavin á meðan á náminu stendur

 

EINKATÍMAR
2 einkatímar – auk þess aðstoð eftir þörfum

 

HEIMAVERKEFNI

Heimapróf í anatomiu innri líffæra, lesefni ljósrit / skil

Heimaverkefni anatomia stoðkerfis, lesefni The Key Muscles eftir Ray Long, MD, FRCSC / skil

Ritgerð (1500 – 2000 orð) um áttföldu leiðina í yogasutru Patanjali, lesefni The Yoga Sutras of Patanjali; Translation and commentary by Sri Swami Satchidananda / skil

Byrjendanámskeið í yoga (hópverkefni 4 í hóp), lesefni Yoga Sequencing; Designing transformative yoga classes eftir Mark Stephens / skil

Hugleiðing um daglega iðkun yoga og hugleiðslu (500 – 1000 orð) / skil

Dagleg iðkun yoga og hugleiðslu á meðan á náminu stendur

Undirbúningur fyrir einkatíma og æfingakennslu, lesefni Handbók yogakennarans eftir Ástu Arnardóttur, The Key Muscles eftir Ray Long, MD, FRCSC, The Spirit and Practice of Moving into Stillness eftir Erich Shiffmann, Prana and Pranayama by Swami Niranjanananda, Bihar School of Yoga, Yoga Sequencing; Designing transformative yoga classes eftir Mark Stephenss

 

ÚTSKRIFT 1. febrúar 2025

 

MYNDIR YKN 2010 – 2022

Hvað segja nemendur um námið?

 

Skráning og nánari upplýsingar

yoga@yogavin.is

sími: 8626098

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This