Hvað segja nemendur?

 

Yogakennaranámið er úthugsað náttúrulegt flæði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Frá upphafi er fræjum þekkingar sáð með fjölbreyttum hætti; yogaæfingum, hugleiðslu, dansi, möntrusöng, seva, fyrirlestrum, námsefni, dagbókarfærslum, verkefnaskilum, hugleiðingum, ást og umhyggju. Smátt og smátt opnast þekkingin ljóslifandi fyrir nemendunum og fjölbreyttir, ólíkir yogakennarar springa út. Að vera með kennara á heimsmælikvarða sem fer í gegnum verkefnið með djúpstæðri ást og virðingu að leiðarljósi – það virkar einfaldlega einstalega vel.

Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari, framkvæmdarstóri og stofnandi Saga Story House.

 

Einhver sú albesta og mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig til leiks hjá Ástu í Yogakennaranámið! Þessir 9 mánuðir sem námið stóð yfir voru gríðarlega lærdómsríkir og gefandi. Verð Ástu ævarandi þakklátur fyrir allt sem hún hefur gefið mér, algjörlega frábært nám frá A-Ö.

Þorgils Magnússon yogakennari og smiður

 

Yogakennaranámið í Yogavin fór langt fram úr mínum væntingum og vonum. Ég bjóst við góðu námi eftir að hafa lesið mér til um hvernig það væri uppsett, námið fór samt sem áður fram úr mínum væntingum. Að byrja leiðangurinn á 10 dögum í Skálholti var einstakt og vildi ég óska að ég væri að fara aftur næsta haust. Öll anatómísk fræðsla var virkilega faglega sett upp þar sem mikl fræðsla komst til skila á áhrifaríkan hátt. Eins var persónulegi leiðangurinn mun dýpri en ég átti von á fyrir námið sem er virkilega stór gjöf. Ég er þakklát fyrir alla þá kennara sem komu að náminu og studdu við iðkun/fræðslu á einn eða annan hátt og finn hversu stórt hlutverk hver og einn kennari spilar. Sérstaklega er ég þakklát fyrir Ástu sem hélt um námið á magnaðan hátt og mín upplifun af Ástu er bæði áræðni og kærleikur í fyrirrúmi sem mér þykir frábær blanda. Takk fyrir mig og allar gjafirnar í þessum leiðangri.

Inga Birna Ársælsdóttir, yogakennari, ÍAK Einka- og Styrktarþjálfari, með svart belti í BJJ 

 

 

Mig hafði lengi langað að fara í yogakennaranám og þá aðallega til að dýpka minn eigin skilning á fræðunum og læra stöðurnar og ávinning af þeim. Mér var ekki sama hvert ég myndi fara og skoðaði lengi. Ásta heillaði mig frá fyrstu stundu. Metnaðurinn skín í gegn hjá Ástu og hvernig hún eys úr viskubrunni sínum með einlægni og í auðmýkt er ólýsanlegt. Námið er byggt upp eins og ævintýraferð þar sem að öll púslinn finna sinn stað á svo magnaðan hátt. Þú færð hlaðborð að þekkingu og þjálfun. Námið er mjög hnitmiðað og vel skipulagt og að hafa farið í gegnum þetta nám á covid tímum þá voru aldrei vandamál sem ekki var hægt að leysa. Ég stend uppi með verkfæri í kistunni sem ég mun hlúa að um ókomna tíð. Farið er inn á hugleiðslur, öndun, stoðkerfi, vöðva, líffæri, asana stöður, kynnst yogafræðunum frá upphafi og svo má lengi telja. Allt unnið með greinandi huga og sjálfsþekkingu að leiðarljósi.

Svava Björk Hjaltalín yogakennari og arkitekt

 

Ég mæli svo með yogakennaranáminu hjá Yogavin. Þetta ferðalag var lærdómsríkt, krefjandi, hvetjandi, slakandi, liðkandi, skemmtilegt, djúpt, vekjandi, hreinsandi, kærleiksríkt, andlegt og gefandi. Þetta er ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér og vonandi gjöf sem heldur áfram að gefa. Hlutverk yogaleiðbeinandans í þessu ferli var ómetanlegt. Kærleikurinn, stuðningurinn, húmorinn, seiglan og fagmennskan sem Ásta Arnardóttir býr yfir gera þetta ferðalag algjörlega einstakt. Hún ber yogafræðunum gott vitni og ég ber ómælda virðingu fyrir því sem hún hefur byggt upp í yogasamfélaginu á Íslandi.

Anna Lóa Ólafsdóttir ráðgjafi hjá VIRK, yogakennari, pistlahöfundur m.a. með Hamingjuhornið

 

Yogakennaranámið var ómetanleg reynsla.  Betri leið til að rækta líkama og sál er vart hægt að hugsa sér.  Námið hjálpar manni að kynnast sjálfum sér og lífinu öllu á nýjan og djúpan máta.  Þetta er svo miklu meira en bara yogastöður og  ég hef oft sagt að þetta nám hafi verið fjárfesting fyrir lífstíð.  Kannski eru bestu meðmælin þau, að nú í dag get ég alls ekki hugsað mér tilveruna án þessarar reynslu. Ég fór  fyrst og fremst í yogakennaranámið til að rækta sjálfa mig, ekki endilega til að verða starfandi yogakennari, en að námi loknu var ég hins vegar orðin brennandi af áhuga og til í allt.

Snæbjörg Sigurgeirsdóttir yogakennari og aðjúnkt Listaháskóla Íslands

 

Yogakennaranámið hjá Ástu er eitt af þeim áhrifaríkustu og bestu skrefum sem ég hef tekið í lífi mínu. Mér fannst námið einstaklega vel upp byggt og innihaldsríkt. Yogavísindin eru stórmerkileg og þau hjálpuðu mér að skilja margt í sambandi við sjálfa mig og ná sáttum við lífið á margan hátt. Auk þess hefur Ásta sem reyndur kennari einstaka hæfileika í að miðla þessum ævafornu vísindum með því að skapa nærandi umhverfi og veita góðan stuðning fyrir nemendur. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref. Ljós og friður.

Andrea Elín Vilhjálmsdóttir yogakennari og sviðslistamaður.

 

Yogakennaranámið var mér dýrmæt persónuleg reynsla. Þetta var “stefnumót við sjálfan mig” og opnaði mín innri augu en frekar á hver ég er og hvernig ég tikka, oft erfitt, en gífurlega gefandi og þroskandi. Yoganámið var einn alsherjar snertipúnktur Anda, Hjarta og Líkama. Ásta gaf “miskunarlaust” af sér, var mjög styðjandi, kærleiksrík og ákveðin á sama tíma. Þetta var dásamlegur tími. Ásta er hafsjór af þekkingu og fagmennsku á þessu sviði. Yoga námið var hundrað prósent þess virði og vel rúmlega það. Peace

Bjarni Þórarinsson yogakennari og starfsmaður Barnarverndar Reykjavíkur

 

Yogakennaranámið hjá Ástu var ómetanleg reynsla og án efa dýrmætasta námið sem ég hef farið í. Mitt helsta markmið var að læra að hlusta inn á við og fylgja hjartanu og áhrifin hafa ekki látið á sér standa. Námið býður upp á ferðalag sem hefur haft mikil og góð áhrif á mitt líf – heilbrigður líkami, heilbrigðar tilfinningar og heilbrigður hugur. Ég er þakklát fyrir það sem mér hefur verið gefið, og ég mun gefa áfram.

Áróra Helgadóttir yogakennari og heilbrigðisverkfræðingur

 

Mér finnst yogakennaranámið algjörlega frábærlega byggt upp frá upphafi til enda. Allir hlutar þess flæða vel saman þ.e. uppröðun námsins er einstaklega rökrétt. Námið er byggt upp með jákvæðni og umhyggju að leiðarljósi. Það er ekki mínúta sem er óþörf. Byrjunin í Skálholti er lykillinn að mánuðunum sem á eftir koma. Ég er ótrúlega ánægð að hafa valið að fara til Ástu í yogakennaranám hvort sem ég fer að kenna yoga eða ekki þá er ég betri manneskja eftir námið.

Hrafnhildur Sævarsdóttir yogakennari og íþrótta og sundkennari Sjálandsskóla.

 

Yogakennaranámið hjá Ástu var ógleymanleg lífsreynsla frá upphafi til enda.  Ég mæli eindregið með þessu námi fyrir hvern þann sem langar til þess að dýpka skilning sinn á yogafræðunum og læra að miðla þeim áfram. Í bónus færðu að vinna með og kynnast sjálfri/sjálfum þér upp á nýtt. Námið er mjög vel uppbyggt og fjölbreytt og Ásta leiddi okkur nemendurnar með styrkri hendi inn í yogavísindin og miðlaði djúpri þekkingu sinni á þeim af mikilli rausn. Kennslufræðihlutinn var einstaklega vel útfærður og Ásta skapaði fallega umgjörð þar sem við nemendurnir blómstruðum hver á sinn hátt sem yogakennarar. Yogakennaranámið var magnað ferðalag sem einkenndist af stöðugum uppgötvunum og áskorunum í mikilli gleði og kærleika.

Marta Sigríður Pétursdóttir yogakennari og leiðbeinandi á vernduðum vinnustað.

 

Að taka þátt í yoganámskeiði Ástu var mér dýrmæt reynsla og eitt það besta skref sem ég hef tekið á lífsleiðinni. Enda fjölbreytt og metnaðarfullt námskeið, sem veitti mér góða innsýn í heim yogavísindanna, góðan grunn til að byggja á og hvatningu til að vilja læra meira og meira. Námskeiðið veitti mér líka sérstakan innblástur til að innleiða yoga í skólann og kynna nemendum mínum fyrir yoga inni í kennslustofunni. Ásta er góður, einlægur og áhugasamur kennari og mikill viskubrunnur. Hún sáði fræjum sem enn eru að springa út og halda áfram að vaxa ekki síst með þeirri daglegu yogaiðkun sem ég lærði að tileinka mér á námskeiðinu. Hjartans þakkir fyrir frábært námskeið.

Sigríður Thorsteinsson grunnskóla- og yogakennari

 

…ég ákvað að læra meira í þessum fornu fræðum. Ég er með vefjagigt og fann strax að ástundunin gerði mér gott bæði andlega og líkamlega. Ég var ánægð með námið hjá Ástu og það veitti mér ótal margt sem nýtist mér í dag bæði heilsufarslega sem og í lífinu almennt. Það sem mér finnst standa upp úr er að ég lærði aðferðir til að komast á þann stað í lífinu sem veitir mér það frelsi að finna tilfinningu þakklætis í hjarta mínu fyrir það sem ég hef hér og nú (núið) í stað þess að fárast yfir því sem ég hef ekki og getur ekki orðið. Namaste

Dagrún Þorsteinsdóttir yogakennari og félagsráðgjafi

 

Ekki er erfitt fyrir mig að mæla með Yoga kennaranáminu. Efnistökin og allur stuðningur kennarans og samnemenda stuðla að góðri útkomu. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa lagt upp í þetta ferðalag þar sem allt verður að lærdómi.

Signý Einarsdóttir yogakennari

 

Það var mikil áskorun fyrir mig að demba mér út í yogakennaranám hjá Ástu. Já, það að fara út úr mínum þægindahring var átak, en þegar ég horfi til baka sé að það var svo margt sem brotnaði upp sem þjónaði mér ekki lengur. Draumar sem eingöngu höfðu verið á sveimi í höfðinu á mér og í hjarta mínu kallaði ég til mín í efnisheiminn. Draumurinn var að miðla yoga til þeirra sem þjást af geðröskunum og ég kenni núna í Hugarafli sem er virknimiðstöð fyrir fólk með geðraskanir. Ásta er frábær kennari, kærleiksrík og uppfull af fróðleik. Hún studdi mig mjög vel í náminu og gat ég alltaf leitað til hennar, væri eitthvað brennandi á mér. Hún er mjög nákvæm í sinni nálgun á efninu og kemur öllu vel til skila vegna þess að hún er svo vel undirbúin sjálf.

Hildur Sæmundsdóttir yogakennari, dáleiðslutæknir og starfsmaður hjá Hugarafli.

 

„Eftir margra ára draum að fara í jóganám dreif ég mig loksins árið 2010. Ég skoðaði vel þá kosti sem voru í boði fyrir yoganám hérlendis og erlendis. Niðurstaðan var sú að mér leist best á það sem Ásta Arnardóttir bauð upp á. Það sem heillaði mig var skipulagið, allt var útskýrt frá því að maður byrjaði í ágúst fram að útskrift í desember. Allar bækur sem maður þurfti að lesa voru listaðar upp á netinu.  Námið var þétt og stígandi sem fékk mann til að skoða allar tilfinningarnar yfir þessa 4 mánuði. Öll svör og samskipti voru mjög skýr og á sama tíma hlý.  Ásta sjálf er gullmoli með mikla visku af jógaspekinni. Hún er róleg og yfirveguð og gríðarlega þægilegur kennari með góða nærveru. Ég get svo sannarlega mælt með Ástu og yoga náminu sem hún bíður upp á.

Bjargey Aðalsteinsdóttir yogakennari og íþróttafræðingur 

 

Yogakennaranámið hjá Ástu stóð fyllilega undir væntingum. Námið er töluvert krefjandi en jafnframt jákvætt og gefandi. Ásta er metnaðarfullur kennari og ástríðufullur yogi, svo að í hvert sinn sem við mættum í fræðilega kennslustund eða á yogamottuna lærðum við mikilvæga hluti um yoga og um okkur sjálf – stóra spurningin “Hver er ég”. Kærleikur, heiðarleiki og gleði eru leiðarstefin í náminu. Jákvæður og samheldinn hópur gerði námið enn skemmtilegra og eftirminnilegra.

Þóra Árnadóttir yogakennari og jarðeðlisfræðingur 

 

Jógakennaranámið hjá Ástu í Yogavin leiðir þig inn í djúpvitund huga og líkama. Þetta er 9 mánaða leiðangur sem veitir þér skapandi frelsi til að rækta jóga sem lífstíl og fyrir þá sem hafa áhuga að starfa að námi loknu sem jógakennarar. Ásta á auðvelt með að skapa öruggt en jafnframt skapandi kennsluumhverfi. Hún leggur ríka áherslu á að allir læri anatómíu, vöðvabyggingu og samþættingu líkama, tilfinninga og huga. Jógakennaranámið á við alla sem hafa áhuga á sjálfsrækt og að hlúa meðvitað að líkama og sál. Þetta er veganesti sem verður alltaf til nóg af í leiðangri þínum í gegnum lífið. Santosha – skál fyrir lífinu.

Halla Himintungl yogakennari

 

Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að stíga þetta skref. Allt námið frá minnstu smáatriðum er hnitmiðað og úthugsað með hag nemenda að leiðarljósi. Ásta er einstakur kennari sem hefur djúpa þekkingu á fræðunum, miðlar og fræðir af einlægni, kærleika og virðingu. Þetta er frábær leið til sjálfskoðunar og einstakt tækifæri til að dýpka yogaiðkunina.

Jóhanna Pálsdóttir yogakennari og grunnskólakennari

 

 

Frá a-ö fagmannlegt á öllum sviðum. Krefjandi, skapandi og umfram allt, kærleiksríkt. Það sem studdi hvað mest við námið að mínu mati var hvað allt rann svo til áreynslulaust fyrir sig. Þá á ég ekki við að það hafi verið auðvelt, langt frá því. Heldur lærði ég að sleppa og njóta tímans með forvitni og sköpun að leiðarljósi, takk fyrir það kæra Ásta.

Yogakennaranámið er sú besta gjöf sem ég hef gefið mér, mín fyrstu skref í átt að meðvitaðri lífsstíl, þar sem allt verður að lærdómi. Ég öðlaðist bæði hagnýta og djúpa leið til að skilja og skynja sjálfa mig sem og umheiminn. Ég naut þess að læra um lífið og tilveruna frá nýju sjónarhorni með úrvalskennurum þar sem djúpstæð ást og virðing var höfð að leiðarljósi. Nám sem ég bý að alla ævi og hefur auðgað mig sem manneskju.

Margrét Helgadóttir yogakennari

 

 

 

 

 


 

 

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This