Sjálfsmildi – yin yoga & bandvefslosun hefst 7. mars TILBOÐ

Sjálfsmildi – yin yoga & bandvefslosun hefst 7. mars TILBOÐ

Langar þig í yoga og nudd ? Djúpdekur fyrir páska ? 4 vikna námskeið sem gefur djúpa enduheimt lífsorku og vellíðinar með yogastöðum, bandvefsnuddi, öndun og slökun. Hver tími er eins og gott nudd og jafnar orkusvið líkamans.
4 vikna námskeið í yin yoga og bandvefsnudd hefst 7. mars.
Kennt á þrið og fimmt kl. 18.10 (60 mín)
Tilboð 15.000 – innifalið opið kort
Ásta Arnardóttir leiðir yin yoga & tónheilun á þriðjudögum
Nanna Hlín Skúladóttir leiðir bandvefslosun með boltum á fimmtudögum
Yin yoga nærir djúpvefi og orkubrautir líkamans. Hvílt er í liggjandi og sitjandi stöðum með stuðningi sem gefur líkamanum tækifæri að slaka á. Stöðurnar gefa þrýstinudd á líffæri og orkubrautir líkamans.
Tónheilun með kristalskálum skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og gefur hugarró.
Bandvefsnudd með boltum losar um spennu og eykur vökvaflæði. Bandvefsnudd getur létt á langvar­andi verkj­um og spennu og opnað fyrir nýja hreyfimöguleika og líkamlega vellíðan.
Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin, hefur kennt yoga frá 1999 og yogakennaranám frá 2010. Hún hefur kennt yoga og hugleiðslu í yfir 20 ár og leggur áherslu á persónulega iðkun sem opnar inní aukið frelsi og dýpri sátt.
Nanna Hlín Skúladóttir lauk yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2018 og tók kennsluréttindi í bandvefsloun og hreyfifærni hjá Happy Hips 2021. Hún hefur kennt í Yogavin frá 2019.
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This