Yogakennaranám hefst 4. ágúst – snemmskráningarafsláttur til 1. júní

Yogakennaranám hefst 4. ágúst – snemmskráningarafsláttur til 1. júní

250 TÍMA YOGAKENNARANÁM hefst 4. ágúst 2023.

Námið hefst á 10 dögum í Skálholtsbúðum, þar gefst frábært tækifæri til iðkunar í fallegu umhverfi. Kennt er 5 helgar í Yogavin. Útskrift 3. febrúar 2024.

Langar þig að dýpka yogaiðkunina? Langar þig að kenna yoga? Langar þig að uppgötva umbreytingarorku yogaiðkunar og finna þína leið að dýpri sátt ? Langar þig í ævintýralegan leiðangur sjálfsþekkingar ?

Yogakennaranámið er markvisst og gefandi og nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu.

Dagleg iðkun yoga og hugleiðslu, vinyasa, yin yoga, yoga nidra, pranayama, dans, möntrur, hugleiðsla, kyrrðarstundir, yoga úti í náttúrunni, yogafræðin, anatomia, hreyfifræði, orkufræði, kennslufræði, æfingakennsla.

Námið byggir á fræðslu og iðkun, samsköpun, einstaklingsvinnu og heimaverkefnum. Lögð er áhersla á klassíska uppbyggingu asana, pranayama og vinyasa og skapandi og náttúrulega hreyfingu útfrá þróun yogaiðkunar í samtímanum. Nemendur fá djúpa innsýn í yogavísindin og hvernig þau nýtast til að skapa jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér kennsluefnið, lifa það og rannsaka, kenna og miðla af þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt.

Yogakennaranámið er fyrir alla sem langar í ævintýralegan leiðangur sjálfsþekkingar á hjartnæman og skapandi hátt.
Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999 og yogakennaranámið frá 2010. Hún leggur áherslu á persónulega iðkun hvers og eins, kærleiksríka og skapandi iðkun sem gefur hverjum og einum tækifæri að finna sína leið í átt að auknu frelsi. Hún hefur útskrifað yfir 100 nemendur á síðastliðnum 12 árum. Sjá nánar umsagnir nemenda.
KENNARAR
Ásta Arnardóttir yogakennari og eigandi Yogavin
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari og yogakennari.
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og eigandi Jurtaapoteksins.

VERÐ
Snemmskráning til 1. júní 495.000
Skráning eftir 1. maí 515.000
– innfalið öll kennsla, gisting og fæði í Skálholtsbúðum 10 daga (Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari eldar gómsætt grænmetisfæði), opið kort í Yogavin á meðan á náminu stendur, 2 einkatímar, Handbók Yogakennarans. Í Skálholtsbúðum er 2 manna herbergi, fallegur yogasalur og heitur pottur
UMSAGNIR NEMENDA:
“Yogakennaranámið er úthugsað náttúrulegt flæði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Frá upphafi er fræjum þekkingar sáð með fjölbreyttum hætti; yogaæfingum, hugleiðslu, dansi, möntrusöng, seva, fyrirlestrum, námsefni, dagbókarfærslum, verkefnaskilum, hugleiðingum, ást og umhyggju. Smátt og smátt opnast þekkingin ljóslifandi fyrir nemendunum og fjölbreyttir, ólíkir yogakennarar springa út. Að vera með kennara á heimsmælikvarða sem fer í gegnum verkefnið með djúpstæðri ást og virðingu að leiðarljósi – það virkar einfaldlega einstalega vel”.
Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari, framkvæmdastjóri og stofnandi Saga Story House.

 
Einhver sú albesta og mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið var að skrá mig til leiks hjá Ástu í Yogakennaranámið! Þessir 9 mánuðir sem námið stóð yfir voru gríðarlega lærdómsríkir og gefandi. Verð Ástu ævarandi þakklátur fyrir allt sem hún hefur gefið mér, algjörlega frábært nám frá A-Ö.

Þorgils Magnússon yogakennari og smiður

 
Yogakennaranámið í Yogavin fór langt fram úr mínum væntingum og vonum. Ég bjóst við góðu námi eftir að hafa lesið mér til um hvernig það væri uppsett, námið fór samt sem áður fram úr mínum væntingum. Að byrja leiðangurinn á 10 dögum í Skálholti var einstakt og vildi ég óska að ég væri að fara aftur næsta haust. Öll anatómísk fræðsla var virkilega faglega sett upp þar sem mikl fræðsla komst til skila á áhrifaríkan hátt. Eins var persónulegi leiðangurinn mun dýpri en ég átti von á fyrir námið sem er virkilega stór gjöf. Ég er þakklát fyrir alla þá kennara sem komu að náminu og studdu við iðkun/fræðslu á einn eða annan hátt og finn hversu stórt hlutverk hver og einn kennari spilar. Sérstaklega er ég þakklát fyrir Ástu sem hélt um námið á magnaðan hátt og mín upplifun af Ástu er bæði áræðni og kærleikur í fyrirrúmi sem mér þykir frábær blanda. Takk fyrir mig og allar gjafirnar í þessum leiðangri.

Inga Birna Ársælsdóttir, yogakennari, ÍAK Einka- og Styrktarþjálfari, með svart belti í BJJ

Sjá umsagnir nemenda smelltu hér
Nánari upplýsingar um námið smelltu hér

Myndir úr yogakennaranáminu smelltu hér 

SKRÁNING yoga@yogavin.is

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This