Bandvefslosun með boltum hefst 9. maí TILBOÐ

Bandvefslosun með boltum hefst 9. maí TILBOÐ

Námskeið sem losar um stífni í bandvef og gefur aukna líkamlega vellíðan með nuddboltum, yin djúpteygjum, öndun og slökun. Notaðir nuddboltar sem gefa líkamanum endurnærandi bandvefsnudd sem losar um spennu og eykur vökvaflæði. Bandvefsnudd getur létt  á langvar­andi verkj­um og spennu og opnað fyrir nýja hreyfimöguleika og líkamlega vellíðan. Lögð er áhersla að njóta augnabliksins og gefa líkama og sál djúpa hvíld og ró. Í hverjum tíma er bandvefsnudd, meðvituð hreyfing og öndun með góðri slökun í lokin.

Bandvefsnudd – með því að rúlla líkamann eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, getur minnkað harðsperrur og flýtt fyrir bata í vöðvum eftir æfingar. Það eflir orkuflæði líkamans og nærir djúpvefi, bein og liðamót.

Djúpteygjur – með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Djúpteygjur róar hugann og auka líkamsvitund. Í slökun fær líkaminn þá hvíld sem hann þarf til að endurnærast og byggja sig upp. Unnið er með taugakerfið, sogæðakerfið og stoðkerfið!

Leið í átt að betri andlegri og líkamlegri líðan. Þar sem unnið er að bættri líkamsvitund, minni vöðvaspennu, bættri líkamsstöðu auk þess að minnka stress og streitu.

BANDVEFSLOSUN MEÐ BOLTUM

4 vikna námskeið hefst 9. maí

KENNT þrið 19.15 (60 mín)

KENNARI Nanna Hlín Skúladóttir

VERÐ MEÐ BOLTUM 15.000 – innifalið boltar, opið kort í Yogavin, mælum sérstaklega með bandvefslosun á fimmtudögum kl. 18.10 

Nanna Hlín Skúladóttir kennir yin yoga, yogaflæði, bandvefslosun og yoga nidra. Hún lauk yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2018 og tók kennsluréttindi í bandvefsloun og hreyfifærni hjá Happy Hips 2021.
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This