Yoga og núvitund grunnur hefst 8. feb. TILBOÐ

Yoga og núvitund grunnur hefst 8. feb. TILBOÐ

Skemmtilegt og markvisst grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir til að efla meðvitund, styrkja öll grunnkerfi líkamans og hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi. Farið er í grunninn í yogafræðunum og hvernig yogaástundun skapar jafnvægi og eflir jákvæða og heilbrigða lífshætti.

Ásta hefur kennt yoga frá 1999 og þróað fjöldamörg námskeið og viðburði sem efla meðvitund. Hún leggur áherlsu á skapandi yogaiðkun með leikgleði og hugrekki að leiðarljósi. Meðal námskeiða er þetta grunnnámskeið sem hefur verið í stöðugri þróun frá 1999 og 270 tíma yogakennaranám frá 2010.

4 vikna námskeið hefst 8. febrúar
KENNT mán og fimmt kl. 19.00 (90 mín)
KENNARI Ásta Arnardóttir
VERÐ 22.500 – innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá

Kennt er:

  • ASANA yogastöður, skapandi og markviss uppbygging, stefnumót við form og innihald, leik og hreyfimöguleika
  • PRANAYAMA öndunaræfingar sem efla einbeitingu og meðvitund og skapa jafnvægi í orkubúskap líkamans.
  • NÚVITUND hugleiðsla, kennd grunntæknin í núvitund og hvernig hún nýtist í yogaiðkun og daglegum lífi.
  • YOGA NIDRA, djúpslökun sem losar um streitu, skapar jafnvægi og eflir meðvitund.
  • YOGAFRÆÐIN, farið í grunninn á yogafræðunum, sögulega og innihaldslega og sett í samhengi við daglegt líf.

Áttu erfitt með svefn?
Ertu kvíðin/inn?
Langar þig að efla sveigjanleika og styrk?
Ertu með vöðvabólgu og verki?
Er langt síðan þú hefur gefið þér tíma til að njóta augnabliksins?
Langar þig að kanna möguleika og opna fyrir ný sjónarhorn ?

Margir hafa komið á byrjendanámskeið og undrast árangurinn!

Skráðu þig hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This