Yoga & Vagus hefst 15. apríl

Yoga & Vagus hefst 15. apríl

Langar þig að vingast við taugakerfið ? Læra að þekkja það betur ? Uppgötva hvernig þú getur skapað jafnvægi ?

YOGA & VAGUS
Lærðu að þekkja og meðhöndla taugakerfið
3 VIKNA NÁMSKEIÐ hefst 15. apríl
KENNT mán og mið kl. 19.30 (60 mín)
KENNARI Elsa Borg
VERÐ 22.900 – innifalið opið kort í Yogavin 1 mánuður gildir 15. apríl – 15. maí

Við förum í ferðalag með okkur sjálfum og kynnumst því hvernig við getum vingast við taugakerfið í amstri dagsins. Við hlúum að vagustauginni með mjúku yogaflæði, öndun, hugleiðslu, praktískum æfingum og tónheilun. Lögð er áhersla á iðkun sem eflir andlegt og líkamlegt jafnvægi og hlustun. Frætt verður um Polyvagal Theory og við lærum að þekkja hver þrep taugakerfisins eru, einkenni þeirra og hvernig við getum stutt við ferðalagið þeirra á milli. Það auðveldar þér lífið að hafa verkfæri að grípa í þegar þú finnur að þú þarft að koma jafnvægi á taugakerfið. Þannig getur þú frekar haft stjórn á viðbrögðum þínum og gjörðum.

Námskeiðið hentar byrjendum og þeim sem hafa stundað yoga.
Námskeiðinu fylgir opið kort í Yogavin sem gildir í alla tíma á stundaskrá.

Elsa Borg útskrifaðist úr Uppeldis- og menntunarfræði 2014, stundaði framhaldsnám í Pædagoguddanelsen Kobenhavn 2010-2011 og er meistaranemi í Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf í Háskóla Íslands . Hún starfar við foreldrafræðslu og foreldraráðgjöf hjá Þorpið Tengslasetur, stofnaði Foreldrafræðsla.is 2021-2022, er verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni hjá Háskóla Íslands. Hún lauk 250 tíma yogakennaranámi í Yogavin (Ásta Arnardóttir 2022) og hefur sótt námskeið í Polyvagal Theory (Deb Dana, maí 2023), The power of mindful self compassion workshop (Kristin Neff (2022), Yin jógakennaranám í Jógaskólinn (Guðrún Reynis, 2022,) Fierce self compassion workshop (Kristin Neff (2021).

SKRÁNING smelltu hér

 

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This