Yoga byrjendanámskeið hefst 29. apríl

Yoga byrjendanámskeið hefst 29. apríl

Yoga og núvitund skemmtilegt og markvisst námskeið.Kenndar eru yogastöður (asana og vinyasa), öndunaræfingar (pranayama), einbeiting (dharana), núvitund (mindfulness) og slökun sem á einfaldan og áhrifaríkan hátt eflir meðvitund okkar og styrkir öll grunnkerfi líkamans.  Lögð er áhersla á að styrkja líkamann, auka sveigjanleika og efla meðvitund um fjorar stoðir núvitundar þ.e. líkama, tilfinningar, huga og dharma (eðli þess sem er). Farið er í grunninn í yogafræðunum og hvernig yogaástundun skapar jafnvægi og eflir jákvæða og heilbrigða lífshætti. Yogaástundun er frábær leið til að hlúa að jákvæðum samskiptum og efls sköpunarkraftinn í daglegu lífi.

Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.15 (90 mín)

6 vikur ( 4 vikur + 2 vikur opið kort í framhaldstíma )

Kennt í Skeifunni 11a, 2.hæð

Kennari Ásta Arnardóttir

Sjá nánari upplýsingar

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This