Yin yoga og núvitund hefst 26. nóv. TILBOÐ / FULLT

Yin yoga og núvitund hefst 26. nóv. TILBOÐ / FULLT

Langar þig að slaka á, hlúa að líkamanum og efla meðvitund ?

Yin yoga er áhrifarík iðkun sem nýtur sífellt meiri vinsælda meðal yogaiðkenda. Í yin yoga eru yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og stöðum haldið út frá slökun í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði og næra djúpvefi líkamans.

Á þessu námskeiði eru kenndar yogaseríur sem styrkja orkubrautirnar sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar í kínverskum nálastungum. Þær eru nýrna- og blöðrubraut, lifra- og gallblöðrubraut, hjarta-, lungna- og smáþarmabraut og milta- og magabraut.

Kennd er grunntæknin í núvitund sem leið til að dýpka iðkunina og lögð áhersla á meðvitaða öndun og djúpa slökun.

4 vikna námskeið hefst 26. nóv
KENNT mánudaga og miðvikudaga kl. 16.20 (60 mín)
KENNARI Þóra Sigríður Ingólfsdóttir
TILBOÐ 13.500 – innifalið opið kort í Yogavin að verðmæti 13.500
NB! Námskeiðið er opið fyrir korthafa í Yogavin

UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

“Yin yoga hefur hreinlega breytt lífi mínu á nokkrum mánuðum. Ég tók það alvarlega og mætti tvisvar í viku og gerði í kjölfarið stóra breytingu í lífi mínu í febrúar. Þessi iðkun er andleg og líkamleg en ég kalla yin yoga að strekkja og hugleiða. Rólegt yoga hentar mér vel, kennarinn er æðislegur og leiður okkur í gegnum tímann með mýkt og frábærum ráðum”. Nanna

“Ég hafði verið nokkur ár í yoga áður en ég prófaði yinyoga fyrst. Það kom mér skemmtilega á óvart, hægt og hljótt, en gríðarlega áhrifaríkt. Leynir á sér og afar gott að blanda saman við aðra tíma. Reynir á aðra þætti en maður er vanur. Þóra er frábær yinyoga kennari”. Hrefna

SKRÁNING

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This