Krakkayoga hefst 26. september

Krakkayoga hefst 26. september

Hefst 26. september

KRAKKAR 7 – 9 ára / 10 – 12 ára

UNGLINGAR 13 – 15 ára

Skapandi yoganámskeið fyrir krakka og unglinga. Unnið er með yogastöður, öndunaræfingar, einbeitingu og slökun og fléttað inn leikjum og samsköpun í anda leiklistarinnar. Þetta eru skemmtileg námskeið sem efla meðvitund, einbeitingu og sjálfstraust, styrkja líkamlegt atgerfi og samhæfingu í leik og gleði.

12118919_1650205621915854_7207798386854343897_n-1

KENNT 1 X VIKU

KRAKKAYOGA

Krakkar 7 – 9 ára

Föstudaga 16.20 (50 min)/ 12 vikur

Kennarar Kristín Berta Guðnadóttir og Paola Cardeas.
Paola er yogakennari, sálfræðingur, fjölskylduþerapisti.. Hún starfar með börnum og unglingum og lauk yogakennarnámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Vinyasa for youth” hjá One yoga 2017.
Kristín Berta er yogakennari, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hún starfar með börnum og unglingum og lauk yogakennarnámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Vinyasa for youth” hjá One yoga 2017. Hún er “Intentional Creativity Teacher” og hefur sótt fjölda myndlistarnámskeiða frá unglingsaldri.
Þær kenna báðar alla tíma og leggja áherslu á skapandi yoganámskeið sem eflir sjálfstraust og hlustun, jákvæð samskipti.

Krakkar 10 – 12 ára  

Fimmtudaga kl. 15.50 (50 mín) 10 – 12 ára  / 12 vikur

Kennari Erla Súsanna Þórisdóttir.

UNGLINGAR 13 – 15 ára  

Þriðjudaga kl. 15.50 (50 mín) 13 – 15 ára  / 12 vikur

Kennarar Jóhanna Pálsdóttir og Signý Ingadóttir
Jóhanna Pálsdóttir er kennari og yogakennari. Hún kennir unglingum í Salaskóla og hefur bakgrunn í leiklist og leiklistarkennslu hjá Leikfélagi Kópavogs. Hún lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017.
Signý Ingadóttir er kennari og yogakennari og kennir 4. og 5. bekk í Ingunnarskóla. Hún lauk yogakennarnámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi í “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017. Þær kenna báðar alla tíma og leggja áherslu á skapandi yoganámskeið sem eflir sjálfstraust, jákvæð samskipti og leikgleði í augnablikinu hér og nú.

SKRÁNING skráðu þig hér

UPPLÝSINGAR yoga@yogavin.is

VERÐ: 18.000 / frístundakort ÍTR gildir / 10% systkinaafsláttur

Kortið_edited-1

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This