Heimaiðkun

YOGA NIDRA

Yoga nidra er leidd djúðslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir yoga nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld og hugurinn hvílir í djúpri kyrrð. Margir hafa notið góðs af því að iðka yoga nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu.

Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

 

Þú ert velkomin/inn 

Þessi 25 mínútna yoga nidra býður alla skynjun velkomna í meðvitund og kærleika. Þannig gefst tækifæri að opna inní stefnumótið við það sem er á skapandi og kærleiksríkan hátt og losa um spennu og streitu.

Ásta Arnardóttir 15.05.2020.

 

 

 

 

 

 

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This