
Kyrrðardagur
Heim í þína innri vin
Sunnudag 7. apríl kl. 8.00 - 14.00
Hugleiðsludagur með Ástu Arnardóttur og Nicole Keller
Dana - frjáls framlög mælt með 5000 - 10.000
Skráning hér
Mjúkar morgunteygjur - núvitund hugleiðsla - yoga nidra & tónheilun - möntrusöngur
Hugleiðsludagar í þögn á vegum Félags um vipassana hugleiðslu og Yogavin . Samverustund í nærandi iðkun sem skapar jafnvægi, eflir líkamsvitund og samkennd.
Hefjum morguninn á mjúkum yogateygjum og hugleiðslu. Fléttum saman hugleiðslu, gönguhugleiðslu, dharmafræðslu. Ljúkum á yoga nidra tónheilun og möntru í lokin. Við komum saman í fallegu Yogavin og hlúum að líkama og sál.
Dagskrá
8.00
Meðvituð hreyfing
Slökun
Hugleiðsla
9.30 Te
9.45
Dharmahugleiðing
Yoga nidra & tónheilun
Gönguhugleiðsla
Hugleiðsla
11.30 Hádegishressing (innifalin)
12.00
Hugleiðsla
Gönguhugleiðsla
Metta (vinsemd) hugleiðsla
Möntrur
14.00 Dagskrá lýkur
Gott að skrá sig þannig að við getum áætlað fjölda fyrir hádegishressinguna
Dana / Frjáls framlög 5.000 - 10.000 sem rennur í neyðaraðstoð á Gaza.
Skráning hér
Yogavin er á Grensásvegi 16, gengið inn bakatil og næg bílastæði bakvið húsið.