
Nýtt !
Yin yoga & núvitund
60 tíma kennaranám
hefst 15. mars
á kyrrðarhelgi í Yogavin
4 helgar í Yogavin
Námið hefst á kyrrðarhelgi í Yogavin sem dýpkar iðkun núvitundar í þögn undir leiðsögn kennara. Einstakt tækifæri til að kyrra hugann og njóta iðkunar á hjartnæman hátt. Frætt um rætur núvitundar í buddha dharma, rætur sjálfsvinsemdar í metta, rætur yin og yang fræðanna. Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og metta hugleiðslu, Heilnæm helgi sem gefur djúpa hvíld og endurheimt lifsorku.
Yin yoga & núvitund
Yin yoga
Yin yoga felur í sér meðvitaða hjartnæma hlustun og heildræna meðhöndlun á líkama, tilfinningum, huga og fíngerðari orkusviðum.
Með því að hægja á, dvelja í liggjandi og sitjandi stöðum í 5 – 20 mínútur gefst tækifæri að kynnast líkama, tilfinningum, huga og orkusviði betur. Hver staða er eins og stutt hugleiðsla þar sem iðkun núvitundar opnar fyrir aukna meðvitund.
Anatomiskt gefur hver staða þrýstinudd sem hefur áhrif á líffæri, djúpvefi, liðamót, bein, orubrautir og orkustöðvar. Þannig getur iðkun yin yoga styrkt bein og liðamót, aukið blóðflæði og vökvaflæði, losað um stífni í bandvef og staðnaða orku.
Meðvituð öndun skapar jafnvægi í taugkerfi, eflir líkamsvitund og róar hugann.
Iðkunin miðast að því að efla kærleiksríka nærveru og skapa jafnvægi og traust.
Núvitund
Núvitundar (mindfulness) er aðgengileg og áhrifarík iðkun sem eflir jákvæða hugsun, eykur vellíðun í daglegu lífi. Áhrif núvitundar á líkamlega og andlega heilsu hefur verið rannsökuð og samþætt inní ýmis meðferðarúrræði t.d. MBSR (Mindfulness based stress reduction) og MBCT (Mindfulness based cognative therapy). Rannsóknir hafa leitt í ljós að iðkun yoga og núvitundar minnkar streitu og kvíða, bætir svefn og einbeitingu, eflri ónæmiskerfið og hefur heilnæm áhrif á líkamlega og andlega vellíðan.
Með því að beina athyglinni alúðlega að líkamanum og augnablikinu hér og nú, þjálfum við hugann og opnum fyrir virka hlustun og jákvæða athygli.
Frætt verður um rætur núvitundar í buddha dharma, fjórar stoðir núvitundar, metta hugleiðslu og grunnstefin í Buddha Dharma.
Frætt um iðkun núvitundar í yin yoga, hugleiðslu, kyrrðargöngum, íhugun og daglegum athöfnum.
Kennd grunntæknin í iðkun núvitundar og hvernig má flétta hana inn í yin yoga.
Kennarar
Ásta Arnardóttir
Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999 og yin yoga frá 2012. Hún hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu yin yoga og núvitundar. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Hún hefur djúpa reynslu af iðkun núvitundar, setið margar kyrrðarvökur m.a. 3 mánaða silent retreat á IMS 2014. Ásta stundaði nám í yin yoga hjá Sarah Powers 2012. Hún hefur boðið uppá 200 tíma yogakennaranám frá árinu 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Ásta hefur unun af iðkun og kennslu og leggur áherslu á skapandi og heildræna nálgun þar sem hvert og eitt finnur sína leið til heilunar og hamingju. Sjá nánar um Ástu
Sunna Baldvinsdóttir
Sunna útskrifaðist úr kínverskri læknisfræði í Skóla Hinna Fjögurra Árstíða árið 2016. Síðan þá hefur hún verið að bæta við sig þekkingu á fleiri sviðum náttúrulækninga, þ.a.m. í detoxfræðum, lithimnugreiningu, og næringarráðgjöf, en núna stundar hún nám í heildrænum grasalækningum við The Irish School of Herbal Medicine.
Sunna kennir grunninn í yin yang og um orkubrautirnar sem tengjast líffærunum.
Námslýsing
Kyrrðarhelgi í Yogavin
laug 8.00 - 16.00
sunn 8.00 - 16.00
Kyrrðarhelgin er nærandi tími til að fara dýpra í iðkun núvitundar og yin yoga. Með sjálfsmildi og alúð að leiðarljósi könnum við iðkun núvitundar í hugleiðslu, gönguhugleiðslu, yin yoga og yoga nidra.
Fléttað saman fræðslu og iðkun á skapandi og markvissan hátt þar sem þátttakendur fá beina reynslu af heilandi áhrifum yogaiðkunar, djúpri hvíld og endurheimt lífsorku.
Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund. Farið í rætur núvitundar og fjallað um áhrif á líkama, taugakerfið, orkusvið og huga.
Hvatning til að heiðra þína leið til heilunar, innsæis og visku hjartans.
Kyrrðarhelgin fer fram í þögn sem gefur djúpa og nærandi hvíld frá erilsömu lífi og dagsins önn. Kennari heldur vel utan um iðkun og fræðslu
3 helgar í Yogavin
laug 8.00 - 16.00
sunn 8.00 - 14.00
þrið 18.45 - 19.45 yin yoga & núvitund valkvætt
þrið 20.00 - 21.00 núvitund hugleiðsla valkvætt
Námið er fyrir alla sem vilja dýpka iðkun yoga og hugleiðslu, hægja á og uppgötva heilunarmátt yogaiðkunar. Lögð er áhersla á alúð, sjálfsvinsemd, að heiðra þína leið, innsæi og visku hjartans.
Yin yoga og núvitund felur í sér meðvitaða hjartnæma hlustun og heildræna meðhöndlun á líkama, tilfinningum, huga og fíngerðari orkusviðum.
Með því að hægja á, dvelja í liggjandi og sitjandi stöðum í 5 – 20 mínútur gefst tækifæri að kynnast líkama, tilfinningum, huga og orkusviði betur. Hver staða er eins og stutt hugleiðsla þar sem iðkun núvitundar opnar fyrir aukna meðvitund.
Anatomiskt gefur hver yin yogastaða þrýstinudd sem hefur áhrif á líffæri, djúpvefi, liðamót, bein, orubrautir og orkustöðvar.
Núvitund er áhrifarík og aðgengileg hugleiðslutækni sem á sér 2500 ára gamlar rætur í Buddha Dharma. Kennd verður grunntækni og fjallað um fjórar stoðir núvitundar og hvernig flétta má núvitund og yin yoga saman á áhrifaríkan máta. Iðkunin miðast að því að efla meðvitund, kærleiksríka nærveru, jafnvægi og traust.
Námið fléttar saman yogafræðum, austrænum fræðum Daoisma, heilsufræðum nútímans, sálfræði og hugleiðslu til bættrar heilsu og vellíðunar.
Námsefni:
Bakgrunnur yin yoga og núvitundar
Yin / Yang hugmyndafræðin
Yogafræði
Yin yoga iðkun, tækni, áhrif
Núvitund iðkun, tækni, áhrif
Líffærafræði
Bandvefur
Orkubrautir og orkustöðvar
Heilsu- og heilunarfræði
Hugleiðsla
Metta
Koshur
Kennslutækni
Æfingakennsla
Heimaverkefni
Dagbók þakkir og ásetningur
Æfingakennsla með nemenda
Æfingakennsla í Yogavin, nemendur kenna 1 opinn tíma í Yogavin og geta boðið vinum og vandamönnum að mæta FRÍTT
Dagsetningar 2025
15. - 16. mars kyrrðarhelgi (laug - sunn)*
22. - 23. mars **
5. - 6. apríl **
26. - 27. apríl **
yin yoga þrið 18.45 - 19.45 (valkvætt)
núvitund hugleiðsla 20.00 - 21.00 (valkvætt)
æfingakennsla 1 tími eftir samkomulagi
* Kennsla laug og sunn 8..00 - 16.00
** Kennsla laug 8 - 16 og sunn 8 - 14
Verð og skirteini
Verð
Yin yoga & núvitund 50 tímar
Verð 199.000
Staðfestingargjald 45.000 - ekki endurgreitt*
*Ef forföll verða af óviðráðanlegum orsökum er velkomið að nýta greiðslu sem inneign í Yogavin.
Mörg fagfélög og stéttarfélög styrkja sitt félagsfólk.
Innifalið:
Öll kennsla
Handbók Yin yoga & núvitund
Aðstaða í Yogavin fyrir æfingakennslu
Opið kort í Yogavin 2 mánuðir (verðmæti 25.000)
Skirteini
Til að ljúka námi
Mæting í allar kennslustundir*
Mæting í 4 yin yoga tíma
Æfingakennslu lokið
Full greiðsla námsgjalda
* ef nemendur forfallast vegna veikinda eða annara óviðráðnlegra aðstæðna er nemendum gefin kostur á því að bæta upp mætingu ef kostur er.
























