Nýtt !

Yin yoga & núvitund

50 tíma kennaranám

hefst 27. febrúar

kyrrðarvaka á Eirð 4 dagar

4 helgar í Yogavin

Námið hefst á 4 daga kyrrðarvöku Heilandi máttur hvíldar sem heldin er á Eirð

Hjartnæm og áhrifarík iðkun í fögru umhverfi. Yin yoga, núvitund, hugleiðsla, yoga nidra djúpslökun, tónheilun, kyrrðargöngur og kyrrðarstundir. Kyrrðarvakan er að hluta til haldin í þögn.

Fögur hönnun á Eirð skapar gæðarými til iðkunar. Tveggja manna herbergi með baði, gómsætt grænmetisfæði, heitur pottur, fagur yogasalur, setustofa og matsalur með arineld. Eirð er staðasett á fögrum og kyrrlátum stað við Gíslholtsvatn.

Kyrrðarvakan er opin öllum og er jafnframt fyrri hluti kennaranáms. Þau sem lokið hafa kyrrðarvöku geta skráð sig í kennaranám

  • Yin yoga & núvitund 50 tímar

  • Yoga nidra & tónheilun 50 tímar

  • . Dagsetningar 2025

    Heilandi máttur hvíldar 4 dagar hefst 27. febrúar 2025

    Yin yoga & núvitund 4 helgar hefst 15. mars 2025

Kennarar

Ásta Arnardóttir

Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999 og yin yoga frá 2012. Hún hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu yin yoga og núvitundar. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Hún hefur djúpa reynslu af iðkun núvitundar, setið margar kyrrðarvökur m.a. 3 mánaða silent retreat á IMS 2014. Ásta stundaði nám í yin yoga hjá Sarah Powers 2012. Hún hefur boðið uppá 200 tíma yogakennaranám frá árinu 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Ásta hefur unun af iðkun og kennslu og leggur áherslu á skapandi og heildræna nálgun þar sem hvert og eitt finnur sína leið til heilunar og hamingju. Sjá nánar um Ástu

Kennari í yin/yang fræðum og orkubrautum

Nánari upplýsingar væntalegar

Námslýsing

Heilandi máttur hvíldar 4 dagar

Kyrrðarvaka á Eirð

Kyrrðarvakan er nærandi tími fyrir alla sem vilja hægja á og hlúa að líkama og sál á hjartnæman hátt í fallegu umhverfi. Með sjálfsmildi og alúð að leiðarljósi könnum við heilandi mátt hvíldar með iðkun yin yoga, hugleiðslu og yoga nidra.

Fléttað saman fræðslu og iðkun á skapandi og markvissan hátt þar sem þátttakendur fá beina reynslu af heilandi áhrifum yogaiðkunar, djúpri hvíld og endurheimt lífsorku.

Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og yoga nidra. Fjallað um áhrif á líkama, taugakerfið, orkusvið og huga.

Hvatning til að heiðra þína leið til heilunar, innsæis og visku hjartans.

Kyrrðarvakan fer að hluta til fram í þögn sem gefur djúpa og nærandi hvíld frá erilsömu lífi og dagsins önn.

Sjá nánar um kyrrðarvökuna

4 helgar í Yogavin

laug 12.00 - 17.00

sunn 9.00 - 14.00

þrið 17.30 - 18.30 valkvætt

Námið er fyrir alla sem vilja dýpka iðkun yoga og hugleiðslu, hægja á og uppgötva heilunarmátt yogaiðkunar. Lögð er áhersla á alúð, sjálfsvinsemd, að heiðra þína leið, innsæi og visku hjartans.

Yin yoga og núvitund felur í sér meðvitaða hjartnæma hlustun og heildræna meðhöndlun á líkama, tilfinningum, huga og fíngerðari orkusviðum.

Með því að hægja á, dvelja í liggjandi og sitjandi stöðum í 5 – 20 mínútur gefst tækifæri að kynnast líkama, tilfinningum, huga og orkusviði betur. Hver staða er eins og stutt hugleiðsla þar sem iðkun núvitundar opnar fyrir aukna meðvitund.

Anatomiskt gefur hver yin yogastaða þrýstinudd sem hefur áhrif á líffæri, djúpvefi, liðamót, bein, orubrautir og orkustöðvar.

Núvitund er áhrifarík og aðgengileg hugleiðslutækni sem á sér 2500 ára gamlar rætur í Buddha Dharma. Kennd verður grunntækni og fjallað um fjórar stoðir núvitundar og hvernig flétta má núvitund og yin yoga saman á áhrifaríkan máta. Iðkunin miðast að því að efla meðvitund, kærleiksríka nærveru, jafnvægi og traust.

Námið fléttar saman yogafræðum, austrænum fræðum Daoisma, heilsufræðum nútímans, sálfræði og hugleiðslu til bættrar heilsu og vellíðunar.


Námsefni:

  • Bakgrunnur yin yoga og núvitundar

  • Yin / Yang hugmyndafræðin

  • Yogafræði

  • Yin yoga iðkun, tækni, áhrif

  • Núvitund iðkun, tækni, áhrif

  • Líffærafræði

  • Bandvefur

  • Orkubrautir og orkustöðvar

  • Heilsu- og heilunarfræði

  • Hugleiðsla

  • Metta

  • Koshur

  • Kennslutækni

  • Æfingakennsla 

Heimaverkefni

  • Dagbók þakkir og ásetningur

  • Æfingakennsla með nemenda

  • Æfingakennsla í Yogavin, nemendur kenna 1 opinn tíma í Yogavin og geta boðið vinum og vandamönnum að mæta FRÍTT

Dagsetningar 2025

  • 27. feb 4 dagar kyrrðarvka (fimmt - sunn)

  • 15. - 16. mars *

  • 29. - 30. mars *

  • 12. - 13. apríl *

  • 26. - 27. apríl *

  • yin yoga þrið 17.30 eða sambærileg iðkun 8 skipti

  • æfingakennsla 1 tími eftir samkomulagi

* Kennsla fer fram laugardaga 12 - 17 og sunnudaga 9 - 14

Staðsetning kyrrðarvöku

Nærandi tími iðkunar í fögru og kyrrlátu umhverfi á Eirð (exclusive resort) við Gíslholtsvatn..

Eirð er undurfagur og vandaður griðarstaður hannaður af Svövu Björk Hjaltalín arkitekt og yogakennara og Thor Olafsson. Þau hjónin hafa skapað einstaka vin sem lyftir andanum og nærir hjartað.

Fallegur yogasalur, tveggja manna herbergi með baði, heitur pottur, setustofa og matsalur með arineld og fögru útsýni.

Boðið uppá gómsætt grænmetisfæði.

Sjá nánar um Eirð

Verð og skirteini

Verð

Námið er tvískipt og hægt að taka seinni hlutann þegar kyrrðarvöku er lokið.

Kyrrðarvaka 169.000

Staðfestingargjald 45.000 - ekki endurgreitt*

*Ef forföll verða af óviðráðanlegum orsökum er velkomið að nýta greiðslu sem inneign í Yogavin.

Mörg fagfélög og stéttarfélög styrkja sitt félagsfólk.

Innifalið:

  • Öll kennsla og leiðsögn

    • Yin yoga fræðsla og iðkun

    • Yoga nidra fræðsla og iðkun

    • Núvitund fræðsla og iðkun

    • Möntrur

  • Gisting á Eirð (exclusive resort) 3 nætur

  • Gómsætt grænmetisfæði kvöldmatur (fim föst laug), morgunmatur (föst laug sunn), hádegismatur (föst laug sunn)

  • Undurfagur hugleiðslusalur með fögru útsýni

  • Heitur pottur og baðferð í Gíslholtsvatn

  • Kyrrðarstund og kakó við arineld

  • Kyrrðargöngur

  • Kyrrðarvakan gefur réttindi til leiðbeinandanáms í Yin yoga & núvitund (50 tímar)

  • Kyrrðarvakan gefur réttindi til leiðbeinandanáms í Yoga nidra & tónheilun (50 tímar)

  • 1 mánuður opið kort í Yogavin (verðmæti 15.900)

4 helgar í Yogavin 50 tímar 120.000

Staðfestingargjald 45.000 - ekki endurgreitt*

*Ef forföll verða af óviðráðanlegum orsökum er velkomið að nýta greiðslu sem inneign í Yogavin.

Mörg fagfélög og stéttarfélög styrkja sitt félagsfólk.

Innifalið:

  • Öll kennsla

  • Handbók Yin yoga & núvitund

  • Aðstaða í Yogavin fyrir æfingakennslu

  • Opið kort í Yogavin 2 mánuðir (verðmæti 25.000)

Skirteini

Þau sem lokið hafa kyrrðarvökunni Heilandi máttur hvíldar geta tekið kennararéttindi 50 tímar 4 helgar í Yogavin og fá skirteini við námslok.

Til að ljúka námi

  • Mæting í allar kennslustundir*

  • Mæting í 8 yin yoga tíma

  • Æfingakennslu lokið

  • Full greiðsla námsgjalda

    * ef nemendur forfallast vegna veikinda eða annara óviðráðnlegra aðstæðna er nemendum gefin kostur á því að bæta upp mætingu ef kostur er.