Yoga til heilunar

200 tíma kennaranám

hefst 8. ágúst 2025

6 dagar í Skálholtsbúðum

6 helgar í Yogavin

4 dagar kyrrðarvaka á Eirð

Kennarar

Ásta Arnardóttir

Ásta er aðalkennari í náminu og hefur kennt yoga frá 1999. Hún opnaði Yogavin 2014 og kennir vinyasa, yin yoga, möntrur, tónheilun, yoga nidra og ýmis námskeið. Hún hefur kennt og þróað yogakennaranámið frá 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Ásta er leikkona, leiðsögukona og yogakennari að mennt og hefur fjölbreytta reynslu af iðkun og kennslu. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Sjá nánar um Ástu

Kolbrún Björnsdóttir

Kolbrún er grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins. Hún útskrifaðist úr grasalæknaskólanum í Bretlandi árið 1993 og hefur starfað við grasalækningar síðan og hjálpað þúsundum til bættrar heilsu. Kolbrún hefur kennt í yogakennaranáminu í Yogavin frá 2015. Hún kennir anatomiu innri líffæranna með áherslu á meltingarveginn. Samkvæmt yogafræðunum og náttúrulækningunum er melting undirstaða góðrar heilsu og tekur ekki bara til meltingar fæðu heldur að melta reynslu sína á meðvitaðan hátt. Kolbrún miðlar af áralangri reynslu sinni hvernig koma má starfsemi meltingar í lag til frambúðar. Sjá nánar um Kolbrún Jurtaapotekið

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir

Rakel Dögg er sjúkraþjálfari, nuddari, flotþerapisti og yogakennari. Hún hefur kennt í yogakennaranáminu í Yogavin frá 2013. Hún kennir anatomiu stoðkerfisins með tilliti til yogakennslu og hefur þróað frábæra leið að miðla undraveröld stoðkerfisins og hreyfifræði líkamans til nemenda. Hún hefur brennandi áhuga á líkamanum og virkni hans og miðlar reynslu sinni að hjálpa fólki að endurheimta líkamsfærni, styrk og liðleika.

Námslýsing

Námið hefst á 6 dögum í Skálholtsbúðum.

Dásamlegur og djúpur tími yogaiðkunar í fallegu umhverfi. Markmið þessa áfanga er að efla þekkingu á yogafræðunum og dýpka yogaiðkunina með landakort yogafræðanna að leiðarljósi. Dagleg iðkun vinyasa, yin yoga, yoga nidra, pranayama, hugleiðsla, möntrur, möntrusöngur, dans og yoga úti í náttúrunni. Gómsætt grænmetisfæði, dagleg iðkun og nærandi samvera styður við iðkun hvers og eins í kærleika, hlustun og leikgleði.

NÁMSEFNI

  • Yogaheimspeki

  • Yamas / Niyamas

  • Asana

  • Pranayama

  • Pratyahara

  • Dharana

  • Dyhana

  • Samadhi

  • Yogasutra Patanjali

  • Bhagavad Gita

  • Jnana / Bhakti / Karma

  • Purusha / Prakriti / Gunur

  • Kosha / Maya / Moksha

  • Chakra / Nadis / Orkufræðin

  • Buddha / Dharma / Sangha

  • Brahma Vihara

  • Vinyasa

  • Yin yoga

  • Yoga nidra

  • Núvitund

  • Yoga heilun

  • Samskipti og tjáning

  • Möntrur og kyrjun

Námið gefur glögga innsýn í yogaheimspekina og hvernig hún nýtist í daglegu lífi. Yogasutra Patanjali og Bhagavad Gita eru lagðar til grundvallar og nemendur fá tækifæri að sannreyna markvissa leiðsögn þeirra og uppgötva viskuna hið innra.

Með daglegri og fjölbreyttri iðkun yoga og hugleiðslu fá nemendur stuðning til að stunda jákvæða og heiðarlega sjálfsskoðun. Meðvituð hlustun á líkama, tilfinningar, huga og orkusvið gefur næma líkamsvitund, sjálfstraust og samkennd. Í yogabúðum gefst næði til að fá beina reynslu af því hvernig yogaiðkun skapar jafnvægi, eflir meðvitund og sköpunarorku í daglegu lífi.

Farið er ítarlega í klassíska uppbyggingu á asana og pranayama ásamt því að kanna náttúrulega hreyfimöguleika líkamans og hreyfifræði samtímans. Kennt skapandi og markvisst model fyrir vinyasa. Markmiðið er að hver og einn finni sína leið í skapandi yogaiðkun. Fjallað um áhrif asana á grunnkerfi líkamans. Einnig gerð grein fyrir hvernig aðlaga má æfingar að líkamlegu atgerfi hvers og eins. Nemendur fá námsgögn sem sýna vel uppbyggingu asana. 

Kenndar möntrur, vedisk kyrjun á möntrum og kirtan möntrusöngur.

Fjallað um anatomiu huga og fíngerðari orkulíkamans. Frætt um orkubrautir, orkustöðvar og samskipti. Nemendur fá innsýn í grunntækni hugleiðslu og tækifæri til að iðka núvitund hugleiðslu og kyrrðargöngur.

Farið er í grunnþætti heilsufræðanna, hvernig skapa má heilbrigði og jafnvægi með mataræði, hreyfingu, hugleiðslu og meðvituðum lífsstíl.

Jákvæð og skapandi nálgun er lögð til grundvallar og hvatt til skýrleika, umburðarlyndis, hjartagæsku og leikgleði.

 

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Í Skálholti beið okkar vel og þétt skipuð dagskrá þar sem langir júnídagar voru nýttir til fulls. Flæði til mikillar fyrirmyndar, úthugsað prógram og traustvekjandi og örugg umgjörð þar sem gætt var að minnstu smáatriðum. Kennari gaf sig alla í kennsluna og miklu meira en það. Það var einstök upplifun að vera nemandi og fólst lærdómur Skálholtsdaganna ekki síst í að vera vitni að virðingu kennarans fyrir fræðunum, iðkuninni, nemendunum og náttúrunni allt um kring. Upplifun af kennslunni í Skálholtsbúðum er lærdómsríkt leiðarljós í lífinu.

Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari og framkvæmdastjóri og stofnandi Saga Story House

Heilandi máttur hvíldar

Kyrrðarvaka 4 dagar á Eirð

Kennari Ásta Arnardóttir

Dýpra í yoga heilun með yin yoga, yoga nidra og núvitund.

Kyrrðarvakan er að hluta til haldin í þögn.

Heilandi máttur hvíldar er fyrri hluti kennaranáms í yin yoga & núvitund (50 tímar) og yoga nidra & tónheilun (50 tímar) og gefur aðgang að þeim námskeiðum.

Verðmæti 169.000 - innifalið í námsgjöldum 200 tíma kennaranámsins.

Sjá nánar

6 helgar í Yogavin.

Kennt laugardag og sunnudag frá 8.00 - 17.00:

ANATOMIA STOÐKERFISINS
Kennari: Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, nuddari, flotþerapisti, sjúkaþjálfari og yogakennari

Ásta Arnardóttir leiðir yogaiðkun

Námsefni:

  • Stoðkerfið, vöðvar og bein

  • Hreyfifræði líkamans

Rakel Dögg leiðir nemendur í gegnum undraveröld stoðkerfisins með tilliti til asana. Lögð áhersla á anatomiu sem nýtist í yogakennslu. Hún deilir reynslu sinni af að hjálpa fólki að auka hreyfifærni, styrk og liðleika.

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Áhugaverð helgi þar sem farið var yfir mikið efni. Rakel var traustvekjandi sjúkraþjálfari og mjög þægilegt að fá kennslu frá henni. Mikil þekking í tengslum við vöðva og skemmtileg tenging við yogafræðin. 

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur og yogakennari 

Frábær helgi í alla staði. Einstaklega skemmtilegur kennari sem útskýrði og kenndi á skemmtilegan hátt og náði með framkomu sinni að gera viðfangsefnið svo áhugavert og skemmtilegt. Farið var í anatomiuna á met hraða og alveg ótrúlegt hvað það skilaði sér. Bækurnar sem stuðst var við voru einnig góðar og myndrænar sem gerði námið þessa helgi lifandi. Hér var gott dæmi um hvernig ástríðufullur og skemmtilegur kennari getur komist yfir mikið efni og fengið mann til að njóta allan tímann.

Sólveig Sigurgeirsdóttir kennari og yogakennari

 

ANATOMIA INNRI LÍFFÆRANNA
Kennari Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins

Ásta Arnardóttir leiðir yogaiðkun.

Námsefni:

  • Innri líffærin með áherlsu á meltingarveginn

  • Heildræn heilsufræði

  • Næringafræði

Frætt um innri líffærin með áherslu á meltingarveginn og hvernig meltingin er undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Kolbrún deilir reynslu sinni af að hjálpa fólki að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi með meðvituðu mataræði, hreyfingu og hugrækt.

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Fagmennska og ástriða Kolbrúnar gerði þessa kennsluhelgi svo sannarlega einstaka og eftirminnilega.

Nicole Keller jarðefnafræðingur og yogakennari

YOGA HEILUN NÝTT !
Kennari Ásta Arnardóttiri ofl. (nánari upplýsingar um kennara væntanlegar)

Námsefni:

  • Yoga til heilunar

  • Þerapískar áherslur í yoga

  • Dýpra í Poly Vagal Theory

  • Orku- og heilunarfræði

  • Sálfræðin og samtalið

  • Samskara

Þessi námshelgi er ný í náminu 2025 og frábær viðbót sem dýpkar skilning á heilandi áhrifum yoga og hvernig má nýta yogaiðkun til að vinna úr reynslu á meðvitaðan og djúpan hátt.

KENNSLUFRÆÐI

Kennari Ásta Arnardóttir, yogakennari

Námsefni:

  • Uppbygging yogatíma / vinyasa

  • Leiðbeiningar í og úr stöðum

  • Aðstoð í asana

  • Siðfræði og traust

  • Öruggt og verndað umhverfi

Nemendur fá model að uppbyggingu vinyasa tíma sem gefur möguleika á markvissum, fjölbreyttum og skapandi yogatímum. Áfanginn gefur glögga innsýn í siðfræði, samskipti og faglega leiðsögn í yogakennslu. Nemendur læra að aðstoða í stöðum. Lögð er áhersla á marvissa og skapandi nálgun í kennslu.

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Kennari býr yfir miklum styrkleika í kennslufræðum og fléttar á eftirtektarverðan hátt saman fróðleik og fjölbreyttri upplifun sem verður til þess að nemandi upplifir mjög mörg ,,aha!“ móment í náminu. Sú virðing fyrir líkamanum sem höfð er að leiðarljósi er til fyrirmyndar. Kennslufræði og kennsluaðferðir sem ég kann virkilega vel að meta.

Ingibjörg Valgeirsdóttir yogakennari, framkvæmdastjóri og stofnandi Saga Story House

 

ÆFINGAKENNSLA I

Kennari Ásta Arnardóttir yogakennari

Markmið æfingakennslu er að nemendur tileinki sér kennslutækni og fái þjálfun í að byggja upp yogatíma, leiðbeina í og úr stöðum, aðstoða í asana, skapa verndað umhverfi og miðla af sinni þekkingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Leikgleði og alúð höfð að leiðarljósi.

 

ÆFINGAKENNSLA II

Uppskeruhátíð þar sem nemendur kenna 50 mínútna tíma. Einstakt ferli úrvinnslu þar sem allir þættir iðkunar koma saman í fallega heild samsköpunar. Endurgjöf kennara og nemenda. Skipt í 3 hópa og hver nemandi mætir eina helgi með sínum hóp. Velkomið að mæta með hinum.

Umsögn nemenda um þennan áfanga:

Alveg ótrúlega flottur endapunktur á náminu. Hellings lærdómur fór þar fram sama í hvaða hlutverki maður var.

Hrafnhildur Sævarsdóttir yogakennari og íþrótta og sundkennari Sjálandsskóla

Þessi hluti námsins studdi stórkostlega við iðkun og menntun. Krefjandi en mikilvægur hluti og ég gæti ekki verið sáttari í dag. Mér fannst allt smella saman þarna og mjög gott að fá leiðbeiningar um næstu skref. Æfingakennslan var miklu dýpra og merkingarbærara ferli fyrir mig en ég hafði ímyndað mér. 

Anna Lóa Ólafsdóttir ráðgjafi, yogakennari og pistlahöfundur m.a. með Hamingjuhornið

Heimaverkefni

  • Dagbók þakkir og ásetningur

  • Ritgerð (1500 – 2000 orð)

  • Hugleiðing um iðkun (500 – 1000 orð)

  • Æfingakennsla

Dagsetningar 2025

  • 8. ágúst 6 dagar í Skálholtsbúðum

  • 6. - 7. sept Stoðkerfi, hreyfifræði

  • 4. - 5. okt Líffærafræði, heilsufræði

  • 4. - 5. nóv Yoga til heilunar

  • 6. - 7. des Kennslufræði

  • 10. - 11. jan Æfingakennsla

  • 31. mars - 1. feb / 7. - 8. feb Æfingakennsla*

  • 26. feb 4 dagar kyrrðarvaka

    * nemendum skipt í hópa og hver hópur mætir eina helgi

Útskrift og verð

Útskrift

Réttur Yogavin til að útskrifa yogakennara sem geta sótt um aðild að JKFÍ byggist á því að nemendur hafi uppfyllt eftirfarandi atriði:

  • Mæting í allar kennslustundir*

  • Skil á heimaverkefnum

  • Mæting í 20 yogatíma á námstímanum

  • Æfingakennsla

  • Full greiðsla skólagjalda

    * ef nemendur forfallast vegna veikinda eða annara óviðráðnlegra aðstæðna er nemendum gefin kostur á því að ljúka heimverkefni eða bæta upp mætingaskyldu ef kostur er. Einnig eru ákveðin fög metin ef nemendur hafa sambærilega menntun og send inn skirteini því til staðfestingar.

Verð

550.000, snemmskráningarafsláttur 530.000 -

ef skráning er fyrir 1. júní

Staðfestingargjald 50.000 (innifalið í verði og ekki endurgreitt).

Mörg fagfélög og stéttarfélög styrkja sitt félagsfólk.

Hægt að skipta greiðslum

Innifalið:

  • Öll kennsla

  • Gisting og fæði ( 6 dagar + 4 dagar)*

  • Handbók yogakennarans

  • Opið kort í Yogavin frá skráningu og á meðan á námstíma stendur allt að 12 mánuði.

  • 1 einkatími

    * Heilandi máttur hvíldar 4 daga kyrrðarvaka er innifalin í náminu og er fyrri hlutinn í yin yoga & núvitund kennaranámi og yoga nidra kennaranámi sem Yogavin býður uppá.