Yoga nidra - Taktu unglinginn með

4 vikur hefst 13. janúar

Kennari Jóhanna Pálsdóttir

Kennt á mán kl. 16.00 (45 mín)

Verð - 19.900 - gildir fyrir tvo - innifalið yoga nidra passinn 6 tímar á viku á meðan á námskeiði stendur

Taktu ungmennið með í yoga nidra - nærandi gæðastund fyrir alla.

Yoga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu, bætir svefninn, skapar vellíðun, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og tengir djúpt við sköpunarkraftinn.

Rannsóknir sýna að yoga nidra bætir námsárangur og reynsla okkar er sú að unglingar njóta þess virkilega að iðka yoga nidra. Iðkendur eru markvisst leiddir inn í bilið á milli svefns og vöku. Þar á sér stað endurheimt, áreynslulaus streitulosun og djúpslökun.

Yoga nidra djúpslökun

  • Losar um streitu

  • Minnkar kvíða

  • Róar taugakerfið

  • Skapar jafnvægi

  • Bætir svefn

  • Eflir einbeitingu

  • Gefur hugarró

  • Eykur vellíaðan

  • Bætir minnið

  • Bætir námsárangur

Þú liggur undir teppi í leiddri djúpslökun, ekkert sem þú þarft að gera, áhersla á slökun og að njóta þess að vera.

Jóhana Pálsdóttir lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og tveimur krakkayoga kennaranámskeiðum, Yoga and mindfulness for kids hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017. Árið 2018 lauk hún Yoga Nidra kennaranámi með Matsyendra. Hún er grunnskólakennari, kennir unglingum í Salaskóla og hefur bakgrunn í leiklist og leiklistarkennslu hjá Leikfélagi Kópavogs. Jóhanna hefur nú í nokkur ár kennt öllum aldurshópum í Salaskóla yoga og Yoga Nidra sem valgrein.