Mátturinn í mildinni

6 vikur hefst 1. okt

Kennari Ásta Arnardóttir

Kennt á þrið kl. 10.00 (90 mín)

Verð 27.900 - innifalið opið kort á meðan á námskeiði stendur

Mátturinn í mildinni er nærandi og áhrifaríkt námskeið til sjálfstyrkingar. Þú lærir skapandi aðferðir til að lyfta orkunni, meðhöndla taugakerfið og breyta gömlum vana. Með aukinni líkamsvitund eflist innsæi þitt og næmi fyrir líðan og lausnum. Þú lærir að þekkja tungumál taugakerfisins og bregðast við skynjun á jákvæðan og frelsandi hátt.

Ásta fléttar saman yin yoga, núvitund, tvenndarvinnu, yoga nidra og möntrusöng til bættrar heilsu andlega og líkamlega. Meðvituð iðkun losar um staðnaða orku og virkjar sköpunarorkuna. Lögð er áherlsa á að þátttakendur virði sín mörk og finni sína leið í sjálfsmildi og alúð.

Frætt um Polyvagal Theory, yogafræðin og aðferðir yoga og hugleiðslu til að meðhöndla taugakerfið. Með tvennarvinnu þjálfum við virka hlustun og meðvitaða tjáningu. Möntrusöngur opnar og styrkir röddina, hreinsar hugann og gefur jákvæða upplifun samkenndar og friðar.

Við leikum okkur að því að efla traust og skilning á því einstaka ferðalagi sem líf hvers og eins er.

Á þessu námskeið lærir þú sannreyndar aðferðir til vellíðunar

  • Yin yoga

  • Núvitund

  • Virk hlustun

  • Yoga nidra

  • Möntrur

Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu af iðkun yoga og hugleiðslu. Ásta er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010 og útskrifað á annað hundrað yogakennara. Hún hefur helgað starfsævi sína kennslu og leiðsögn síðastliðin 25 ár.