
Þakkargjörð á degi jarðar
Heilunarhringur með yin yoga, tónheilun, hugleiðslu og möntrusöng
Þriðjudag 22. apríl
Kl. 18.45 - 21.00
Með Ástu Arnardóttur og Nicole Keller
Verð 3.900 - innifalinn kakóbolli
Frítt fyrir korthafa
Fögnum Degi Jarðar með nærandi kvöldstund í Yogavin. Hefjum stundina á ljúffengum, næringarríkum og hjartaopnandi kakóbolla. Ásta leiðir yin yoga og tónheilun með kristalskálum og gong sem gefur djúpa slökun og skapar jafnvægi í orkusviði líkamans. Liggjandi og sitjandi stöður í faðmi jarðar. Nicole leiðir núvitund hugleiðslu og við ljúkum stundinni á möntrusöng, þakkarsöngvum hjartans.
Willkapacha kakóbolli
Yin yoga og tónheilun
Hugleiðsla
Möntrusöngur
Verið hjartanlega velkomin
Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010. Ásta leggur áherlsu á persónulega og skapandi iðkun og hefur kennt fjöldamörg námskeið í yoga, hugleiðslu og skapandi lífsstíl síðastliðin 25 ár.
Nicole Keller er jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum erlendis í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og lauk hugleiðslukennaranám hjá Jack Kornfield og Tara Brach 2025. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.