Þakkargjörð á degi jarðar

Heilunarhringur með yin yoga, tónheilun, hugleiðslu og möntrusöng

Þriðjudag 22. apríl

Kl. 18.45 - 21.00

Með Ástu Arnardóttur og Nicole Keller

Verð 3.900 - innifalinn kakóbolli

Frítt fyrir korthafa

Fögnum Degi Jarðar með nærandi kvöldstund í Yogavin. Hefjum stundina á ljúffengum, næringarríkum og hjartaopnandi kakóbolla. Ásta leiðir yin yoga og tónheilun með kristalskálum og gong sem gefur djúpa slökun og skapar jafnvægi í orkusviði líkamans. Liggjandi og sitjandi stöður í faðmi jarðar. Nicole leiðir núvitund hugleiðslu og við ljúkum stundinni á möntrusöng, þakkarsöngvum hjartans.

  • Willkapacha kakóbolli

  • Yin yoga og tónheilun

  • Hugleiðsla

  • Möntrusöngur

Verið hjartanlega velkomin

Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010. Ásta leggur áherlsu á persónulega og skapandi iðkun og hefur kennt fjöldamörg námskeið í yoga, hugleiðslu og skapandi lífsstíl síðastliðin 25 ár.

Nicole Keller er jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum erlendis í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og lauk hugleiðslukennaranám hjá Jack Kornfield og Tara Brach 2025. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.