
Heilunarhringur
Fimmtudag 7. nóvember
Kl. 20.00 - 21.30
Með Agnesi Þórhallsdóttur
Verð 4.900 - innifalinn kakóbolli
Heilunarhringur með Agnesi
Við hefjum stundina á ceremonial cacau Willkapacha frá Perú.
Þátttakendur koma sér vel fyrir í liggjandi stöðu með púðum og teppum og njóta heilunar í djúpri slökun.
Agnes leggur áherslu á sjálfskærleik og tenging við okkar innra sjálf. Heilunin miðar að því að ná til okkar innsta kjarna sem er okkar friðar og griðarstaður, tenging við guð og eigið sjálf. Hjálpar við að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öllu lífi.
Agnes hefur sótt fjölbreytt námskeið í heilun m..a. Energy Therapy Teacher Traning, kennari Alana Gregory, Ancient Healing Foundation Course, kennari Rahul Bharti, KCR Kinetic Chain Released kennt af Heilyndi Barbara Brennan School of Healing Hands kennari frá þeim skóla Karina Becker. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2015 og hefur kennt í Yogavin frá 2016. Hún hefur stundað hugleiðslu frá 1997 m.a. hjá Kærleikssetrinu en þar leiddi hún bænahringi og hugleiðsluhópa um 12 ára skeið. Agnes hefur sótt kyrrðarvökur bæði hér innanlands og erlendis m.a. hjá Félagi um vipassana hugleiðslu og hjá Mooji í Zmar. Agnes hefur unnið við bókhald í 20 ár á sama vinnustað, er mikil náttúrumanneskja og elskar að ganga úti í náttúrunni og sækir þangað kraft og innri frið.