Agnes Þórhallsdóttir

Agnes kennir rólegt yoga 60+ með áherslu á meðvitaða öndun, náttúrlega styrkingu og góða slökun. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2015 og hefur kennt í Yogavin frá 2016. Hún hefur stundað hugleiðslu frá 1997 m.a. hjá Kærleikssetrinu en þar leiddi hún bænahringi og hugleiðsluhópa um 12 ára skeið. Agnes hefur sótt kyrrðarvökur bæði hér innanlands og erlendis m.a. hjá Félagi um vipassana hugleiðslu og hjá Mooji í Zmar. Agnes hefur unnið við bókhald í 20 ár á sama vinnustað, er mikil náttúrumanneskja og elskar að ganga úti í náttúrunni og sækir þangað kraft og innri frið.