Yoga nidra & tónheilun hefst 5. feb.

Yoga nidra & tónheilun hefst 5. feb.

Langar þig að hlúa að taugakerfinu ? Fá djúpa og nærandi hvíld og endurheimt lífsorku ? Skapa jafnvægi og bæta svefninn ?

Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

YOGA NIDRA OG TÓNHEILUN
8 vikur hefst 5. febrúar
Kennari Harpa Arnardóttir
Kennt mánudaga kl. 20.45 (45 mín)
VERÐ 19.500 – innifalið yoga nidra passinn á meðan á námskeiði stendur – þú getur valið um 6 yoga nidra tíma á viku

YOGA NIDRA DJÚPSLÖKUN
* losar um streitu
* minnkar kvíða
* róar taugakerfið
* skapar jafnvægi
* bætir svefn
* eflir einbeitingu
* gefur hugarró
* eykur vellíaðn
* bætir minnið

Heilsufræði ýmiskonar benda á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða. Rannsóknir sýna að yoga nidra er áhrifarík iðkun til að róa taugakerfið og skapa jafnvægi.

TÓNHEILUN
skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og hefur djúpstæð áhrif til heilunar. Gong og kristalskálar mynda saman binaural hljóðbylgjur sem skapa jafnvægi á milli hægra og vinstra heilahvels.

YOGA NIDRA TÓNHEILUN er leidd yoga nidra djúpslökun og tónbað í hárri tíðni kristalskálanna.

Harpa er leikkona og leikstjóri að mennt. Hún lauk Yoga Nidra Kennaranámi hjá Matsyendra 2020 og námi í “Four wind – Shamanic Healing and Energy Medicine” í Chile 2019. Hún hefur frá 1990 starfað sem leikkona og leikstjóri hjá í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá Sjálfstæðu leikhópunum, leikið á ferlinum í yfir 50 leiksýningum mörgum af þeim frumflutt íslensk verk. Hún hefur kennt leiklist og spuna hjá Kramhúsinu, Listaháskóla Íslands og víðar og þróað og kennt fjölmargar listsmiðjur barna og fullorðinna. Hún lauk MA námi í ritlist í Háskóla Íslands 2014 og frumflutti sitt fyrsta leikrit “Bláklukkur fyrir háttinn” á Listahátíð Reykjavíkur 2019 en verkið var flutt í jurttjaldi á fjórum stöðum á hálendi Íslands sumarið 2019. Harpa stundaði nám í Stjörnuspekiskólanum 2010 – 2011 og hefur sterkar rætur í náttúrunni og hefur tekið þátt í og skipulagt fjölmarga skapandi leiðangra um hálendi Íslands.

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This