Rödd hjartans – kyrrðarvaka 20. – 23. okt. FULLT

Rödd hjartans – kyrrðarvaka 20. – 23. okt. FULLT

Rödd hjartans – mantrað í kyrrðinni.

Kyrrðarvakan er haldin í þögn sem gefur tækifæri á djúpri og nærandi iðkun þar sem hver og einn finnur sinn takt og sína rödd. Nada yoga eða yoga raddarinnar er leiðarljós kyrrðarvökunnar. Nada þýðir hljóð og vísar á sama hátt og íslenska orðið í röddun og kyrrð. Í nada yoga með Ástu er röddin notuð til að hlusta á líkamann, efla meðvitund og njóta augnabliksins. Lögð er áhersla á sjálfsmildi en jafnframt markvissa iðkun sem opnar hjartað, eflir innsæi, góðvild, kærleika, visku og frelsi. Ásta fléttar saman vinyasa yoga, hugleiðslu, gönguhugleiðslu úti í náttúrunni, möntrum, fræðslu, yoga nidra og tónheilun til að dýpka hlustun og efla samkennd. Mantrað í kyrrðinni með það að markmiði að næra og styrkja taugakerfið, hækka orkutíðnina, efla sjálfstraust og skapa samhljóm og frið. Vediskar möntrur kenndar og kyrjaðar að vediskum hætti, tantrískar möntrur raddaðar fyrir orkustöðvarnar og möntrusöngur á kvöldin sem gefur gleði og lyftir andanum. Þáttakendur njóta leiðsagnar sem dýpkar iðkun og einnig gefst tækifæri að hittast einu sinni í smærri hóp og deila reynslu sinni.

Ásta hefur kennt yoga síðan 1999, yogakennaranám frá 2010 og leitt kyrrðavökur á vegum Félags um vipassana hugleiðslu frá 2011. Ásta lærði klassíska kyrjun á vediskum möntrum hjá Russill Paul 2018 – 2019 og hefur um langa tíð notið þess að kanna möguleika raddarinnar til heilunar, sköpunar og dýpri tengingar við lífið. Hún hefur þróað nada yogaflæði í Yogavin síðastliðin 5 ár þar sem hún fléttar saman yoga raddarinnar og yoga líkamans. Ásta hefur bakgrunn í leiklist og spuna, yfir 20 ára reynslu af yogakennslu og hefur iðkað yoga og hugleiðslu frá 1992.

Kyrrðarvakan er haldin í Skálholtsbúðum, þar er fallegur hugleiðslusalur, tveggja manna herbergi, heitur pottur. Kyrrðarvakan hefst kl. 18.00 á fimmtudegi og lýkur kl.13.00 á sunnudegi.

Boðið er uppá gómsætt grænmetisfæði, matráðskona er Brynhidlur Þorgeirsdóttir myndhöggvari.

Verð 69.000 – 85.000 eftir fjárhag. Allt innifalið – matur, gisting, kennsla.

Skráning smelltu hér eða sendu okkur póst á yoga@yogavin.is

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This