Heim í öndun 13. – 16. okt. TILBOÐ 2 FYRIR 1

Heim í öndun 13. – 16. okt. TILBOÐ 2 FYRIR 1

Helgarnámskeið 13. – 16. okt. með Ólafiu Wium. Yogahelgi með sérstaka áherslu á öndunaræfingar, Prāṇāyāma, öndunartækni yogaiðkunar.

Í yogafræðunum er Prāṇāyāma mikilvæg iðkun og oft iðkuð samhliða āsana yogastöðum með það að markmiði að skapa jafnvægi, róa taugakerfið og efla lífsorkuna.

Margir hafa notið góðs af yogiskum öndunaræfingum til að endurheimta orku og vellíðan eftir veikindi, kulnun eða áföll. Prāṇāyāma tengir djúpt við sköpunarorkuna og leysir úr læðingi flæði lífsorkunnar sem líkaminn nýtir til heilunar.

Á þessu helgarnámskeiði verða kenndar áhrifaríkar öndunaræfingar sem hafa djúp áhrif á seftaugakerfið, losa um streituviðbragð (flight / fight) og gefa slökun (rest /digest). Prāṇāyāma er markviss og aðgengileg iðkun sem að gefur aukna orku og vellíðan, skapar jafnvægi og hugarró. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu af yogaiðkun og vilja kafa dýpra í Prāṇāyāma og fínstilla öndunartæknina.

KENNT
fimt 19 – 21
föst 19 – 21
laug 10 – 14
sunn 10 – 14
VERÐ 25.900 – innifalið vikupassi í opna tíma í Yogavin að námskeiði loknu

SKRÁNINGsmelltu hér

UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

Ég mæli hjartanlega með námskeiðinu hennar Ólafíu Wium “Heim í Öndun”. Það sannarlega sprengdi væntinga skalann og endurfæddi sköpunarkraftinn! Eftir langa vinnutörn hjá mér fyrir námskeiðið var ómeðvituð streita farin að læsast í líkamann sem ég áttaði mig á í tímum Ólafíu. Slökunin fleytti kerlingar í vitundinni og ég var í slefandi ró eftir hvern tíma. Ólafía er sannarlega sterkur og meðvitaður kennari sem fylgist vel með hverjum og einum nemanda. Þekking hennar og reynsla streymir áreynslulaust frá henni og ástríða hennar liggur í jógískum fræðum og praktík. Ég var úthvíld, vakandi og athugul eftir “Heim í Öndun”, því fylgdi aukin sköpunarorka, lífskraftur og kynorka. Ég lærði margt sem ég nýti mér í minni daglegu iðkun.

Ólöf Björg Björnsdóttir myndlistarkona.

Ólafía er mjög góður kennari, örugg og reynslumikil. Námskeiðið Heim í öndun var fjölbreytt og áhugavert.

Hólmfríður Jóhannesdóttir Söngkona & dáleiðari

UM KENNARANN

Ólafia hefur iðkað jóga síðan 2008, tók fyrstu skrefin hjá Swami Janakananda Saraswati, sem lagði grunninn að hennar yogaiðkun. Hún sat 3-mánaða Sadhana námskeið, og vígðist inn í Kriya yoga hefðina (Satyananda Kriya Yoga) í Suður-Svíþjóð árið 2009. Hún lauk 270 tíma yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2015, kennaranámi hjá Louise Sears frá Yoga Arts 2018, Yoga Nidra hjá Matsyendra Sarasvati, frá Mangalam Yoga and Meditation 2019, Prānayama kennaranám hjá Matsyendra 2022. Ólafía hefur stundað Vipassana hugleiðslu, og setið margvísleg styttri nám/- námskeið bæði hér og erlendis, má þar nefna tantríska (Sri Vidya) meistaranum Russill Paul, hefur lært hjá Russill bæði á íslandi og á Indlandi. Hefur sótt mikið til Indlands, og dvalið þar reglulega við dýpri iðkun. Ólafía leggur núna stund á 300-tíma nám í jóga heimspeki (Yoga Philosophy) hjá Embodied Philosophy hún býr í Vík í Mýrdal, vinnur á hjúkrunarheimili og kennir yoga í Vík og nágrenni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Ólafíu. olawium@gmail.com
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This