Yoga nidra – taktu unglinginn með hefst 11. okt

Yoga nidra – taktu unglinginn með hefst 11. okt

Taktu ungmennið með í yoga nidra – nærandi gæðastund fyrir alla.
Yoga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu, bætir svefninn, skapar vellíðun, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og tengir djúpt við sköpunarkraftinn. Rannsóknir sýna að yoga nidra bætir námsárangur og reynsla okkar er sú að unglingar njóta þess virkilega að iðka yoga nidra. Iðkendur eru markvisst leiddir inn í bilið á milli svefns og vöku. Þar á sér stað endurheimt, áreynslulaus streitulosun og djúpslökun.
Þú liggur undir teppi í leiddri djúpslökun, ekkert sem þú þarft að gera, áhersla á slökun og að njóta þess að vera.
YOGA NIDRA DJÚPSLÖKUN
4 VIKUR HEFST 11. OKT
KENNT þriðjudaga kl. 16.30 (45 mín)
KENNARI Jóhanna Pálsdóttir
TILBOÐ 17.500 gildir fyrir tvo – innifalið yoga nidra á föstudögum 17.30 og 50% afsláttur á næsta námskeið
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This