Yoga grunnur hefst 12. sept.

Yoga grunnur hefst 12. sept.

Langar þig að róa hugann og efla líkamsvitund? Langar þig að auka styrk og skýrleika? Langar þig að virkja innri gleði og vellíðan? Njóttu þess að mæta til leiks og uppgötva áhrifamátt yogaiðkunar.
Grunnnámskeið í yoga sem gefur tækifæri að hlúa að líkama og sál á markvissan hátt. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir til að efla meðvitund, styrkja öll grunnkerfi líkamans og hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi. Ingunn leggur áherslu á skapandi yogaiðkun þar sem allir finna sinn takt.
YOGA GRUNNUR 4 VIKUR HEFST12. SEPT.
KENNT mán og mið kl. 19.00 (80 mín)
KENNARI Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir
VERÐ 25.900 – innifalið opið kort í Yogavin
SKRÁNING smelltu hér
Kenndar eru asana líkamsstöður, vinyasa meðvituð hreyfing, pranayama önduræfingar, dharana einbeiting og yoga nidra slökun. Frætt er um yogafræðin samkvæmt í áttföldu leið Patanjali og hvernig þau nýtast sem landakort í jákvæðum samskiptum við sjálf okkur og aðra.
ASANA yogastöður
PRANAYAMA öndunaræfingar
VINYASA meðvituð hreyfing
DHARANA einbeiting
YOGA NIDRA slökun
UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA
“Námskeiðið fór fram úr mínum væntingum, mæli 100% með því”
“Frábært námskeið sem ég er ánægð með að hafa tekið þátt í. Færði mig nær sjálfri mér, róar hugann og hefur eflt mig í jákvæðum hugsunum gagnvart sjálfri mér andlega og líkamlega. Hvatning til að halda áfram að stunda yoga”.
“Mig hefur alltaf langað til að stunda Yoga og hafði prófað hot yoga á líkamsræktarstöðvum. Það var ekki að henta mér og taldi ég að ég væri þá ekki yoga manneskja. Ég ákvað að fara á Grunnnámskeið hjá Yogavin og komst þá að því að Yoga hentar mér mjög vel. Maður lærir stöðurnar og veit hvað þær gera fyrir mann. Góð orka skiptir líka máli og það finnur maður í Yogavin”
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This