Yin yoga og sjálfsmildi hefst 14. júní TILBOÐ

Yin yoga og sjálfsmildi hefst 14. júní TILBOÐ

Hrafnhildur leiðir yin yoga með áherlsu á sjálfsmildi og kærleiksríka nærveru. Kenndar eru seriur sem að skapa jafnvægi í orkubrautum líkamans og hafa djúp áhrif til slökunar, endurheimt lífsorku og vellíðunar. Njóttu þess að fara með mildi og mýkt inní sumarið.

3 VIKNA NÁMSKEIÐ + SUMARKORT
KENNT þrið og fimmt 18.30 (60 min)
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
TILBOÐ 25.000 – 3 vikur + 3 mánuðir sumarkort
gildir 1. júní – 31. ágúst í alla tíma skv. stundaskrá

Skráning smelltu hér.

Í yin yoga eru yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og stöðum haldið út frá slökun í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði líkamans og næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót.
Farið er í seríur sem styrkja orkubrautirnar sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar í kínverskum nálastungum og yin yoga stuðlar að jafnvægi í orkubrautunum. Þær eru nýrna- og blöðrubraut, lifra- og gallblöðrubraut, hjarta-, lungna- og smáþarmabraut og milta- og magabraut. Gerðar eru seríur sem styrkja markvisst þessar orkubrautir og geta haft djúpstæð áhrif til heilunar..

Tímarnir leggja áherslu á jákvæða hugrækt og kærleiksríka nærveru og henta byrjendum sem og vönum iðkendum..

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This