Yoga nidra passinn
Gildir 6. jan. - 31. maí
6 tímar yoga nidra & tónheilun í viku hverri
Kennari Ásta Arnardóttir
Verð 49.900 - gildir í alla yoga nidra tíma í stundaskrá
Langar þig að hlúa að taugakerfinu ? Fá djúpa og nærandi hvíld og endurheimt lífsorku ? Skapa jafnvægi og bæta svefninn ?
Nidra er aðgengileg og áhrifrík leið til að skapa jafnvægi og losa um streitu og spennu, neikvæð hugsanamynstur, kvíða og ofvirkni, depurð og vanvirkni. Hún hefur reynst mörgum vel til að tengja dýpra við ásetning og skapandi verkefni í daglegu lífi. Nidra hefur einnig reynst námsfólki frábærlega vel og gert námið léttara og árangursríkara.
Heilsufræði ýmiskonar benda á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða. Rannsóknir sýna að yoga nidra er áhrifarík iðkun til að róa taugakerfið, skapa jafnvægi og opna fyrir jákvæða þáttöku í lífinu.
Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.
Tónheilun skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og hefur djúpstæð áhrif til heilunar. Gong og kristalskálar mynda saman binaural hljóðbylgjur sem skapa jafnvægi á milli hægra og vinstra heilahvels. Tónbað í hárri tíðni kristalskálanna skapar vellíðan.
Yoga nidra tónheilun er einstaklega áhrifarík leið til að meðhöndla taugakerfið, vinda ofan streitu og spennu og skapa jafnvægi.
Iðkunin:
Losar um streitu
Minnkar kvíða
Róar taugakerfið
Skapar jafnvægi
Bætir svefn
Eflir einbeitingu
Gefur hugarró
Eykur vellíaðan
Bætir minnið
Hádegistímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.00 (40 mín)
Síðdegistímar mánudaga og miðvikudaga kl. 18.15 (40 mín), föstudaga 17.00 (45 mín)
Kvöldtímar mánudaga kl. 20.45 (45 mín)
Við erum með dýnur, teppi og púða á staðnum.