Röddin þitt innra landslag

Styrktu jafnvægi, hljóm og orku raddarinnar

Helgarnámskeið 7. - 8. september

Kennari Þórey Sigþórsdóttir

Kennt á laug kl. 13.00 - 17.00 og sunn 10.00 - 14.00

Verð 44.000 / snemmskráning 39.000 gildir til 30.08. - innifalið mánuður opið kort í Yogavin 7. sept - 7. okt að verðmæti 15.900

Raddnámskeið fyrir jógakennara og alla þá sem vilja kynnast rödd sinni á nýjan hátt eða styrkja röddina sem atvinnutæki.

Að nálgast röddina sem hluta af heild.
Öndunin og rétt spennujafnvægi er undirstaða góðrar raddbeitingar. Til að tengjast rödd okkar á djúpan hátt er nauðsynlegt að líkamstengja röddina. Það fyrsta sem við gerum er að skapa meðvitund og hlustun í gegnum líkamann, opna og tengja öndun og síðan tengja okkur við rýmið og stækka innan frá og út. Finna og virkja hljómbotn raddarinnar og byggja upp úthald, styrk og hljóm.

  • Dönsum orkustöðvarnar 
    Unnið með orkustöðvarnar og þær hreinsaðar í þeim tilgangi að styðja við röddina

  • Áhrif hugleiðslu á röddina
    Fyrirstöður eru oft huglægar og hugleiðsla er magnað tæki til að umbreyta takmarkandi hugmyndum okkar um röddina.

  • Karl og kvennorka raddarinnar
    Unnið með karl og kvennorku raddarinnar til að opna inn í nýja staði í röddinni

  • Raddvernd

    Farið í undirstöður í raddvernd og þá hluti í umhverfinu sem hafa áhrif á röddina

  • Uppgötvaðu styrk þinnar eigin raddar
    Nálgun Nadine George Raddþjálfunar byggir á því að hver og einn hefur einstaka rödd og alltaf unnið út frá þeim stað sem hver og einn er á

  • Samtal um röddina sem atvinnutæki

    Það er stórkostlegt að geta átt samtal um röddina í hóp sem kemur saman með sameiginlegt markmið og reynslu.

Nánari upplýsingar í síma 6991988 og hjá thorey@thoreysigthors.com