Yoga grunnur

3 vikur hefst 13. jan

Kennari Ástrós Ýr Viðarsdóttir

Kennt á mán og mið kl. 19.00 (90 mín)

Verð 25.900 - innifalið opið kort á meðan á námskeiði stendur

Námsmanna TILBOÐ 2 fyrir 1 – 12.950 á mann ef 2 mæta saman

Langar þig að læra grunninn að persónulegri og skapandi yogaiðkun? Virkja innri gleði og vellíðan? Róa hugann og efla einbeitingu? Auka styrk og liðleika? Njóttu þess að mæta til leiks og uppgötva áhrifamátt yogaiðkunar.

Grunnnámskeið í yogaflæði (vinyasaa) sem gefur þér

  • góðan tæknilega grunn til að mæta í opna vinyasa tíma

  • skapandi grunn að persónulegri heimaiðkun

Þú lærir áhrifaríkar aðferðir til að

  • efla meðvitund

  • umbreyta gömlum hugsanamynstrum

  • styrkja öll grunnkerfi líkamans

  • hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi

Frætt er um yogafræðin samkvæmt áttföldu leið Patanjali og hvernig þau nýtast sem landakort í jákvæðum samskiptum við sjálf okkur og aðra. Meðvituð hreyfing, öndun, hugleiðsla, slökun og dagbókarskrif

Þú lærir

  • asana líkamsstöður

  • vinyasa meðvitaða hreyfingu

  • pranayama öndunaræfingar

  • hugleiðslu

  • slökun

  • dagbókarskrif

Ástrós leggur áherslu á skapandi yogaiðkun með líkamshlustun í fyrirrúmi þar sem allir finna sinn takt.

Ástrós Ýr Viðarsdóttir lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin 2022. Hún er með sterka líkamsvitund frá margra ára iðkun fimleika, dans og yoga. Hún hefur setið kyrrðarvöku hjá Félagi um vipassana á Íslandi og í tvígang lokið Self mastery á vegum RVK ritual. Einnig hefur hún sótt ýmis námskeið sem efla sköpunargleði og fræðslu um líkama og sál allt frá Læti – hljómsveitarbúðum og leiklist hjá Opnar dyr til stjörnuspeki hjá Jara GianTara og hórmónaheilsu kvenna hjá Ingeborg Andersen Grasalækni. Ástrós stundar nám á listnámsbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún leggur áherslu á skapandi iðkun þar sem hver og einn finnur sinn takt í öruggu umhverfi með uppbyggjandi samveru.