Samhain raddspuni;

þakkargjörð og heilunarhringur

Fimmtudag 31. október

Kl. 20.00 - 21.30

Með Þóreyju Sigþórsdóttur

Verð 4.900 - innifalinn kakóbolli

Raddheilunarhringur - heilum gömul sár og tökum inn nýja orku í gegnum í gegnum röddina

Stundin hefst á ljúffengum kakóbolla Willkapacha frá Perú.

Samhain er trúarhátíð Kelta haldin 31.október til 1. nóvember til að bjóða uppskeru haustsins velkomna og leiða inn í myrkur síðasta hluta ársins.

Raddferðalag leiðir inní dans og hugleiðslu. Köllum inn kynslóðirnar, þökkum fyrir uppskeru ársins, losum okkur við það sem ekki þjónar okkur lengur og tökum með okkur inn í vetrarmyrkrið það sem hjálpar okkur að fara dýpra í sjálfstengingu okkar. 

Við fögnum uppskeru sumarsins og undirbúum okkur undir það sem vill vaxa og dafna í vetur. Kynnumst nýju fræjum og umvefjum sem vilja dafna í vetrardvalanum.

Þórey Sigþórsdóttir hefur unnið sem leikari, leikstjóri og raddþjálfari frá því hún útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarsskóla Íslands 1991. Hún er viðurkenndur kennari Nadine George Voice Work aðferðinnar og er með Diploma í Kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands.
Þórey kennir m.a. við Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem hún er fagstjóri í Leik og Rödd, hún kennir reglulega við LHÍ; Sviðslistadeild og Listkennsludeild, auk þess býður Þórey upp á sérsniðin námskeið í fyrirlestratækni og ræðumennsku fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þórey lauk námi í Shamanic Healing hjá Patriciu Whitebuffalo, Walking the Wheel of Awakening og hefur þróað sína eigin nálgun í því að flétta aðferðir shamanískar heilunar við raddþjálfunaraðferð NGVW. Hún stundar nám í markþjálfun Infinite receiving hjá Susy Ashworth.