Hrafnhildur Sævarsdóttir
Hrafnhildur kennir námskeið í bandvefslosun. Hún er yogakennari með yfir 700 klst af viðurkenndu yogakennaranámi, yoga nidra kennari, íþróttakennari, hefur lokið kennaraþjálfun í hugleiðslu og núvitund frá School of positive transformation og lauk diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði í maí 2018. Hún hefur stundað yoga frá 1999 og tekið þátt í mörgum yogasmiðjum og hugræktarnámskeiðum. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi í Yogavin árið 2016 og byrjaði sama ár að kenna þar. Síðan þá hefur hún lokið Yoga Nidra kennaranámi hjá Matzyendra, Yin yoga kennaranámi, 200 tíma yogakennaranámi með áherlsu á Journey into power seríu Baron Babtiste. Hún er Advanced Yoga Nidra og krakka Yoga Nidra kennari frá Amrit Institude og loks meðgönguyogakennari frá Lushtums í Bretlandi. Meðal námskeiða sem hún hefur sótt er krakkajógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann, yoga með Lukas Rockwood stofnanda Absaloute Yoga Academy, vinnustofa með Les Leventhal, Acro yoga vinnustofu hjá Dice Lida Klein, Ashtanga vinnustofa með Kino McGregor og Tim Feldman, kennaraþjálfun með áherslu á byrjendur hjá Julie Martin Brahmaniyoga og vinysasa yogaflæði fyrir ungt fólk með Ryan Leier hjá Oneyoga.
Það að iðka yoga hefur gefið henni ótrúlega hugarró og kennt henni að hlusta á það sem líkaminn hennar hefur að segja.
Í kennslunni finnst henni mikilvægt að nemendur hlusti á líkamann sinn, aðlagi stöðurnar eftir líkama sínum og flæði í takt við andardráttinn. Hún reynir að skapa rými til þess að nemendur finni fyrir stöðunni í líkamanum í stað þess að hún líti út á ákveðin hátt. Staðan sjálf er ekki takmarkið heldur að njóta vegferðarinnar að stöðunni. Hún leggur einnig áherslu á að styðja við nemendur þannig að þeir komist úr huganum, lendi í líkamanum og tengi hreyfingu við öndun og nái þannig að komast í núið, því þar líður okkur best.