Nanna Skúladóttir

Nanna Hlín Skúladóttir kennir yin yoga, bandvefslosun með boltum og yoga nidra. Hún lauk yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2018 og tók kennsluréttindi í bandvefslosun og hreyfifærni hjá Happy Hips 2021. Nanna Hlín er grunnskólakennari og jógakennari að mennt. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari á yngra stigi við Lindaskóla í Kópavogi í um tvo áratugi. Þar hefur hún m.a. tekið þátt í þróunarstarfi um útikennslu sem og lestrarkennslu. Nanna Hlín hefur í gegnum tíðina farið á fjölmörg námskeið tengd uppeldi og menntun, núvitund, jákvæðri sálfræði og hugleiðslu.