Yoga nidra & tónheilun hefst 8. apríl

Yoga nidra & tónheilun hefst 8. apríl

Langar þig að hlúa að taugakerfinu ? Fá djúpa og nærandi hvíld og endurheimt lífsorku ? Skapa jafnvægi og bæta svefninn ?

Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld.

YOGA NIDRA OG TÓNHEILUN
8 vikur hefst 8. apríl
Kennari Ásta Arnardóttir og Ólafia Wium
Kennt mánudaga kl. 20.45 (45 mín)
VERÐ 19.500 – innifalið yoga nidra passinn á meðan á námskeiði stendur – þú getur valið um 6 yoga nidra tíma á viku

YOGA NIDRA DJÚPSLÖKUN
* losar um streitu
* minnkar kvíða
* róar taugakerfið
* skapar jafnvægi
* bætir svefn
* eflir einbeitingu
* gefur hugarró
* eykur vellíaðn
* bætir minnið

Heilsufræði ýmiskonar benda á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða. Rannsóknir sýna að yoga nidra er áhrifarík iðkun til að róa taugakerfið og skapa jafnvægi.

TÓNHEILUN
skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og hefur djúpstæð áhrif til heilunar. Gong og kristalskálar mynda saman binaural hljóðbylgjur sem skapa jafnvægi á milli hægra og vinstra heilahvels.

YOGA NIDRA TÓNHEILUN er leidd yoga nidra djúpslökun og tónbað í hárri tíðni kristalskálanna.

 

Ásta Arnardóttir stofnaði Yogavin 2014 Hún hefur kennt yoga frá 1999 og yogakennaranám frá 2010 og kennt fjöldamörg námskeið í yoga, hugleiðslu og yoga nidra. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu og leiðir reglulega hugleiðslu og kyrrðarvökur á vegum félagsins. Hún hefur tekið tvö kennaranám í Yoga Nidra hjá Uma Dinsmore Tuli og Matsyandra.
Ólafia Wium 270 tíma yogakennaranámi í Yogavin 2015, Yoga Nidra kennaranám hjá Matsyendra Sarasvati 2019 og skipuleggur reglulega Yoga nidra kennaranám og Pranayama kennaranám með Matsyandra í Yogavin. Hún hefur kennt yoga nidra og yoga frá útskrift og stundað nám hjá Matsyandra í yoga nidra og Russil Paul í Sri Vidya hefðinni.
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This