Yin yoga & tónheilun hefst 16. jan

Yin yoga & tónheilun hefst 16. jan

Djúpnærandi slökunaryoga. Í yin yoga eru sitjandi og liggjandi yogstöður og leitt í uþb. 5 mínútna slökun í hverri stöðu. Yin yoga eflir orkuflæði líkamans og nærar djúpvefi líkamans, bein og liðamót. Hver tími  er eins og gott nudd fyrir líkamann og gefur hugarró og endurheimt lífsorku.

Kenndar eru í seríur sem styrkja orkubrautirnar sem tengjast líffærunum. Þessar orkubrautir eru notaðar í kínverskum nálastungum og yin yoga stuðlar að jafnvægi í orkubrautunum.  Þær eru nýrna- og blöðrubraut, lifra- og gallblöðrubraut, hjarta-, lungna- og smáþarmabraut og  milta- og magabraut. Gerðar eru seríur sem styrkja markvisst þessar orkubrautir og geta haft djúpstæð áhrif til heilunar.

Í hverjum tíma er tónheilun með kristalskálum og leiddar stuttar hugleiðslur sem skapa jafnvægi og hugarró.

Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010 og helgað starfsævi sína kennslu og leiðsögn. Hún hefur iðkað yoga og hugleiðslu og kennt fjöldamörg námskeið í yoga, hugleiðslu og skapandi lífsstíl síðastliðin 25 ár.

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This