Yoga og núvitund grunnur hefst 15. jan

Yoga og núvitund grunnur hefst 15. jan

Langar þig að byrja uppá nýtt ? Skapa nýja möguleika ? Læra grunninn í yoga og núvitund með reyndum kennara ?

Ásta Arnardóttir mætir til leiks með þetta skemmtilega og markvissa grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu. Þú lærir skapandi aðferðir til að lyfta orkunni, meðhöndla hugann og breyta gömlum vana.

 

Við leikum okkur að því að lyfta orkunni með hreyfingu, öndunaræfingum, tónheilun, slökun og hugleiðslu.

 

YOGA OG NÚVITUND GRUNNUR

KENNT mán og mið kl. 19.00
KENNARI Ásta Arnardóttir
VERÐ 22.900 – innifalið opið kort í Yogavin
SKRÁNING smelltu hér
Á þessu námskeiði lærir þú að:

* Efla meðvitund um hugsanamynstur sem valda þjáningu
* Sleppa takinu á því sem ekki þjónar þér lengur
* Næra ásetning hjartans til bættrar heilsu og vellíðunar
* Slaka á og gefa líkamanum næði til úrvinnslu og endurnýjunar
* Hlusta á líkamann og efla innsæi með næmari líkamasvitund

* Leika þér að því að vera breytingin sem þú vilt sjá í lífinu

Leiðarljósið er yoga og núvitund og tæknin er einföld og áhrifarík.

 

Yoga og núvitund er áhrifarík leið til að efla meðvitund, styrkja öll grunnkerfi líkamans og hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi.

 

Farið er í grunninn í yogafræðunum og hvernig yogaástundun skapar jafnvægi og eflir jákvæða og heilbrigða lífshætti. Fjallað um fjórar stoðir núvitundar og hvernig við getum iðkað núvitund í meðvitaðri hreyfingu. Frætt um áttföldu leið Patanjali.

 

Kenndar eru:

ASANA yogastöður
PRANAYAMA öndunaræfingar
DHARANA einbeiting
NÚVITUND hugleiðsla
YOGA NIDRA slökun

YOGAFRÆÐIN áttfalda leið Patanjali

Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999. Hún er einn af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt og leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010 og helgað starfsævi sína kennslu og leiðsögn. Hún hefur iðkað yoga og hugleiðslu og kennt fjöldamörg námskeið í yoga, hugleiðslu og skapandi lífsstíl síðastliðin 25 ár. Hún mætir til leiks með þessa perlu úr námskeiðahaldi sínu og mun aðeins bjóða uppá þetta námskeið einu sinni á vorönn.

 

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This