Að byrja uppá nýtt – núvitund yoga og hugleiðslunámskeið hefst 6. jan

Að byrja uppá nýtt – núvitund yoga og hugleiðslunámskeið hefst 6. jan

 

Á þessu námskeiði eru kennd áhrifaríkar aðferðir núvitundar og yoga til að sleppa takinu á því liðna, hækka orkutíðnina og uppgötva eitthvað alveg nýtt.

 

AÐ BYRJA UPPÁ NÝTT – NÚVITUND HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ

4 vikna námskeið í yoga og núvitund með Ástu Arnardóttur

Laugardaga kl. 10.00 (90 mín)

Verð 15.000 – innifalið opið kort í Yogavin

Þátttakendur eru velkomnir á hugleiðslukvöld hjá Félagi um vipassana hugleiðslu á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Ásta Arnardóttir leiðir hugleiðslukvöldin í janúar.

 

Námskeiðið hentar byrjendum og þeim sem vilja byrja uppá nýtt

Fjallað um fjórar stoðir núvitundar, hvernig þær opna fyrir ferska líkamsvitund og næma hlustun sem leiðir til aukins frelsis og léttleika í samskiptum við sjálf okkur og aðra. Fræðsla um Budda Dharma og Yogasutru Patanjali gefur frábæran grunn að djúpri og persónulegri yogaiðkun.

Við byrjum tímann á rólegu yoga sem eflir meðvitund í hreyfingu, styrkir stoðkerfið, liðkar og virkjar vöðva og undirbýr líkamann fyrir sitjandi hugleiðslu. Með forvitni að leiðarljósi könnum við hreyfimöguleika líkamans og vöknum til vitundar um skynsvið líkamans. Með núvitund að leiðarljósi mætum við skynjun í kærleika og vinsemd og leyfum henni að leiða okkur heim í hjartað.

Kynntar verða til leiks öndunaræfingar pranayama til að meðhöndla ósjálfráða taugakerfið, skapa jafnvægi og virkja þróaðri hluta taugakerfisins þar sem möguleikar okkar til sköpunar njóta sín.

Í lok tímans er slökun og tónheilun sem skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og hækkar orkutíðnina.

Við ljúkum samverustundini á sitjandi hugleiðslu og lærum grunntækni í núvitund hugleiðslu skref fyrir skref.
Ásetningur

Fjórar stoðir núvitundar

Budda Dharma

Yogasutra Patanjali

Asana

Pranayama

Slökun

 

Rannsóknir sýna að iðkun núvitundar eflir jákvæða hugsun, eykur vellíðun í daglegu lífi og mörg einkenni streitu og kvíða minnka eða hverfa. Á þessu námskeiði fær nemandinn verkfæri yoga og núvitundar til að meðhöndla taugakerfið og virkja þróaðri hluta taugakerfisins sem gefur aukna félagsfærni og fjölbreyttari möguleika til sköpunar. Núvitund má iðka í formlegri hugleiðslu eða óformlegri iðkun í daglegu lífi við dagleg störf. Kennd er tækni til að sleppa takinu á neikvæðum hugsanamynstrum og hvernig við hlúum að nærandi hugsunum sem leiða til aukins frelsins. Einföld iðkun skapar færni í að breyta stöðnuðum hugsunum og tilfinningum í græðandi farveg sjálfsþekkingar. Þegar við stöldrum við og notum þau verkfæri sem að núvitund og yoga bjóða uppá uppgötvum við að höfum val og getum breytt gömlum vana. Bein reynsla af þessu eflir sjálfstraust og jákvætt viðmót til lífsins.

Skráning smelltu hér

 

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This