Hatha yoga námskeið hefst 18. sept TILBOÐ 2 FYRIR 1

Hatha yoga námskeið hefst 18. sept TILBOÐ 2 FYRIR 1

HATHA YOGA gagnsemi og gjafir persónulegrar iðkunar. 

Langar þig að skapa rútínu í persónulegri yogaiðkun ?

Á þessu námskeiði er kenndur grunnur í hefðbundnu hatha yoga og farið ýtarlega í undirstöður iðkunarinnar, líkamsstöður (asana), öndunaræfingar (pranayama), einbeitingaræfingar (dharana). slökun (yoga nidra) og hugleiðslu (dhyana)

Lögð er áherlsa á markvissa uppbyggingu persónulegrar iðkunar þar sem hver og einn byrjar þar sem hann er staddur hér og nú. Byrjað á léttum en áhrifaríkum æfingum sem skapa jafnvægi og vellíðan. Skref fyrir skref eru æfingar þróaðar með það í huga að líkaminn verði mýkri og sterkari og hugurinn opnari og móttækilegri fyrir að hvíla í augnablikinu hér og nú. Þá opnast inni í dýpri sátt og hugleiðsla blómstrar á áreynslulausan hátt.

Þetta samspil hreyfingar (asana), öndunar (pranayama), slökunar (yoga nidra), einbeitingar (dharana) og hugleiðslu (dhyana) er umbreytandi fyrir líkama og huga. Við reglulega iðkun opnast fyrir flæði í líkamanum sem hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu hvers og eins. Blóðflæði eykst, liðleikinn verður meiri og gamlir kvillar eins og streyta, þreyta, svefnleysi, kvíði og depurð umbreytast í almenna vellíðan og sköpunarorku í daglegu lífi.

Námskeiðið er fyrir alla bæði byrjendur og þá sem vilja endurnýjun eða stuðning í yogaiðkun sinni.

 

HATHA YOGA gagnsemi og gjafir persónulegrar iðkunar

4 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 18. SEPT

KENNT mán og mið kl. 19.00 (90 mín)

KENNARI Ólafia Wium

TILBOР22.900 – gildir fyrir tvo innifalið opið kort í Yogavin

SKRÁNING smelltu hér
Allir velkomnir

Ólafia hefur iðkað jóga síðan 2008, tók fyrstu skrefin hjá Swami Janakananda Saraswati, sem lagði grunninn að hennar yogaiðkun. Hún sat 3 mánaða Sadhana námskeið, og vígðist inn í Kriya yoga hefðina (Satyananda Kriya Yoga) í Suður-Svíþjóð árið 2009. Hún lauk 270 tíma yogakennaranámi hjá Ástu í Yogavin 2015, Kennaranámi hjá Louise Sears frá Yoga Arts 2018, Yoga Nidra kennaranám hjá Matsyendra Sarasvati, frá Mangalam Yoga and Meditation 2019, Prānayama kennaranám hjá Matsyendra 2020. Ólafía hefur stundað Vipassana hugleiðslu, og setið margvísleg styttri nám/- námskeið bæði hér og erlendis. Frá árinu 2019 hefur hún numið hjá tantríska (Sri Vidya) meistaranum Russil Paul og hefur lært hjá Russill bæði á Íslandi og á Indlandi. Hún skipuleggur reglulega Yoga nidra kennaranám og Pranayama kennaranám með Matsyandra í Yogavin. Hún hefur sótt mikið til Indlands, og dvalið þar reglulega við dýpri iðkun.

 

 

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This